Laugardagur, 6. júní 2015
Goðsögnin um ónýtu krónuna og pólitísk hamskipti
Umræðan um íslensku krónuna er gjörbreytt. Nú er óttast að hún styrkist of mikið við losun hafta en áður var hræðslan við gengisfellingu. Hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson slær út af borðinu í snjallri grein þau rök að krónan sé ónýt og því þurfi hún verðtryggingu.
Gjörbreytt krónuumræða kemur af þunga inn í pólitísku umræðuna þar sem vinstriflokkarnir, Samfylking sérstaklega, klifa á stefinu um ónýtu krónuna í hvert sinn sem efnahagsmál ber á góma. Trúverðuleiki vinstrimanna mun hverfa með höftunum.
Með haustinu verða hamskipti pólitískrar umræðu. Stjórnarflokkarnir ná frumkvæðinu og leggja traustan grunn að kosningavorinu 2017.
Losun hafta að bresta á | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er þér hjartanlega sammála Páll. Krónan hefur eflaust átt sinn þátt í því að efnahagskreppan sem hófst 2008 varð ekki dýpri en raunin varð. Ég trúi því líka að fylgi við ríkisstjórnarflokkana fari að færast upp á við þegar fólk sér að efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar hafi verið í rétta átt.
Steindór Sigursteinsson, 6.6.2015 kl. 10:32
Skil ekki hvers vegna lægri vextir ættu alltaf að vera svarið við öllu. Ef að peningum fjárfesta er parkerað of mikið í ríkisskuldabréfum umfram allt annað, þá er það einungis merki um að ekkert nýtilegt sé hægt við peningana að gera (t.d. fjárfesta þeim í velmegunarskapandi atvinnulífi sem þá er líklega að dauða komið) annað en að taka þá af framboðsborði markaðarins og fela þá þannig að þeir verði engri velmegunarsköpun til gagns.
Þá mun hænan éta eggin sín; atvinnuleysi aukast, velmengun falla, skattatekjur ríkissjóðs þorna upp, skuldatryggingaálag á ríkissjóð hækka, fjárlög til framkvæmda skorin niður, helferð velferðar hefst, erlent fjármagn fæst síður nema á háum vöxtum sem hvort sem er mynda vaxtagólfið í hagkerfinu.
Þessi obsession með "stöðugleika" er lítið annað en áköllun eftir gratís kapítali til fánýtra fjárfestinga. Gratís kapítal fer alltaf í það að búa til enn meiri vitleysu sem á endanum þýðir alkul allra.
Þann tíma sem þýski seðlabankinn sá um verðbólgubaráttu í því landi þá tókst honum aðeins á helmingi líftíma síns að halda verðbólgu þannig að hún væri samkvæm markmiðum embættismanna bankans. Það tók hann 5 ár að koma 5 prósent verðbólgu niður á markmið peningastefnuna. En sér til aðstoðar hafði þýski seðlabankinn þó handjárnað verkalýðshreyfinguna, ríkisstjórnina og þingið við hið pólitíska neðanjarðarhagkerfi sitt. Það er að segja; lagt lýðræðið í landinu að velli.
Viss er ég um að íslenskir kjósendur myndu ekki sætta sig við að fórna lýðræðinu fyrir alkælt pláss í munkaklausturs-kirkjugarði seðlabankamanna.
Gunnar Rögnvaldsson, 6.6.2015 kl. 13:31
Þess utan var okkur sagt að kreppur og áföll væru liðin tíð með tilkomu "sjálfstæðis seðlabanka" ("skítamix" Ólafs farið út)
Brunarústir þessarar stefnu eru nú jafnvel geimverum í ljósárafjarlægð frá jörðinni sýnileg.
Gunnar Rögnvaldsson, 6.6.2015 kl. 13:35
Eins og Ólafur Margeirsson bendir á grein sinni þá er verðtrygging ein helsta ástæða óstöðugleika krónunnar. Það er því ekki krónunni um að kenna heldur verðtryggingunni, og auðvitað hagstjórnarmistökum líka en þau stærstu þeirra felast einmitt í því að leyfa ótakmarkaða verðtryggingu.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.6.2015 kl. 13:56
Já já.
Það er ekkert að krónunni.
Og það er ekkert að verðtryggingunni.
Bankabólan og bankahrun var ástæða gengis-óróleika á nýrri tímum. Hinn spekúlatífi armur bankakerfisins sá um það, Hann var úr öllu samhengi við stærð hagkerfisins.
Á fyrri tímum var það hins vegar átakið með að koma Íslandi inn í nútímann sem var orsökin. Stofnun Ísraelsríkis hafði svipuð áhrif þar í landi. Massíff uppbygging á metttíma.
Hvað ætti þá að kalla núverandi 38 prósent fall evru gagnvart dollar? Stöðugleika?
Og fyrrverandi 35 prósent fall hennar gagnvart dollar frá 1999 til 2001? Stöðugleika?
Og 100 prósent hækkun hennar gagnvart dollar frá 2001 til 2008. Stöðugleika?
Eða 1000 prósenta álag á erlendum lánum til Grikklands. Stöðugleika? Sjálft heimsmetið í óstöðugleika!
Verðtrygging hefur marga kosti. Hún skaffar fjármagn. Hún hefur komið í veg fyrir algert hrun íbúðaverðs í kjölfar bankahruns. Hún heldur uppi atvinnu. Hún tryggir líf og eyðir rosalegum sveiflum sem eru krónískar á fasteignamörkuðum annarra landa; þ.e. óstöðugleikinn sjálfur.
Menn verða hins vegar alltaf að fara varlega í lántökur. Og gera ráð fyrir hinu versta.
Þeir sem vilja ekki verðtryggð lán, geta tekið óverðtryggð lán.
Gunnar Rögnvaldsson, 6.6.2015 kl. 14:14
Víst er mjög mikið að verðtryggingunni.
Ekki verðtryggingu yfir höfuð, heldur nákvæmlega þeirri útfærslu á henni sem hefur verið iðkuð hér á landi. Sú útfærsla jafngildir óheftri peningaprentun og er því alveg gríðarlega verðbólguskapandi.
Eðlileg verðtrygging felst í því að innheimta vexti og ef menn vilja jákvæða raunvexti þá er prósentan sett aðeins upp fyrir verðbólgu. Ástæða þess að slík verðtrygging væri skárri er að vextir hafa ekki áhrif á peningamagn í umferð og valda því ekki verðbólgu á eins beinan og eyðileggjandi hátt.
Auðvitað geta þeir sem ekki vilja verðtryggð lán valið eitthvað annað. Lengst hefur hinn valkosturinn verið sá að taka einfaldlega ekki lán, því verðtryggð lán hafa verið þau einu sem neytendum hafa boðist. Nýlega hófu bankar að bjóða óverðtryggð lán, sem er ágætt, en lán Íbúðalánasjóðs sem er með helmings markaðshlutdeild á íbúðalánamarkaði eru öll verðtryggð og þess vegna er verðtryggingin enn yfirgnæfandi á markaðnum og eyðileggjandi.
Til þess að hægt sé að tala um frjálst val milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána, þá þarf slíkt frjálst val að vera fyrir hendi, en það er ekki fyrir hendi núna nema í afar takmörkuðum mæli og frekar ófrjálst.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.6.2015 kl. 14:26
Sem sagt Guðmundur. Þér finnst sjálft útfærslan á verðtryggingunni vera slæm. Það er auðvitað hægt að innrétta verðtryggingu með ýmsum hætti.
En dragi maður úr raunvirðistryggingu fjármagnseigenda sem eru oft launþegar sjálfir eða lífeyrissjóðir þeirra, þá munu vextir bara hækka að sama skapi til að bæta fyrir það eða þá að framboð lánsfjármagns mun minnka og baráttan um peningana harðna.
Þetta með meinta "peningaprentun" er flókið mál. En réttara er þó að tala um uppgírun peninga. Margir eru ósammála um þetta efni. Og enginn samhljóma niðurstaða hefur myndast í heiminum á því hvað olli hruni fjármálageira Vesturlanda 2008.
Kannski er það skiljanlegt því að lærdómurinn af Kreppunni miklu 1930 komst ekki inn í textabækur hagfræðinnar fyrr en í kringum 1950 til 1960. Um 1985 var svo búið að þurrka þann lærdóm út úr kennslubókunum og því fór sem fór.
Þetta verður alltaf vandamál, sama hvaða lánskjör eru í boði, verðtryggð sem óverðtryggð.
Það væri tildæmis ekki gott ef að 4 prósenta vaxtahækkun þýddi þjóðargjaldþrot, eins og AGS segir að staðan sé í Danmörku, þar sem útistandandi húsnæðislán þjóðarinnar eru úr samhengi við þjóðarbúskapinn vegna þess að þar er engin ávöxtun á þeim markaði, heldur þéna lánafyrirtækin alla sína fjármuni á eilífum lánabreytingum, uppskrifun höfuðstóls og hrikalegri gjaldtöku í hvert sinn. Á Írlandi hefur hins vegar enginn getað fengið lán frá 2008. Allt hefur verið stopp og húsnæðisverð hrunið. Það kostar lítið að slá um sig með lágum vaxtatölum ef enginn getur fengið þau lán.
Að vera þiggjandi (að þiggja lán) er og verður alltaf staða sem mun mótast af framboði fjármagns.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 6.6.2015 kl. 15:10
Krónan er ónýt. Hún hefur rýrnað um 99% frá því hún var tekin upp miðað við dönsku krónuna.
Jón Ragnarsson, 6.6.2015 kl. 19:47
Jón Ragnarsson, ég geri ráð fyrir að þú eigir þinn eigin bíl og jafnvel þína eigin íbúð eða ert kannski að kaupa eina slíka. Hvað notar þú til þess að kaupa þér þínar nauðþurftir??? evru??? dollar??? eða eitthvað annað en íslenska krónu???
Það er nú einu sinni svo að allir gjaldmiðlar sveiflast upp og niður eftir því hvernig efnahagskerfið flöktir til og frá. Það er enginn gjaldmiðill sem stendur stöðugur til lengdar, ekki einu sinni USD og því síður EUR.
Íslenska krónan sveiflast til eftir íslensku efnahagskerfi. Þjóð okkar telur ekki nema um 330þúsund manns, en við högum okkur eins og við séum milljóna þjóð og hefur það áhrif á sveiflu krónunnar.
Nú hafa flestar Evrópu þjóðir evruna, sem svo margir vilja sækja í, en þrátt fyrir allan þann milljóna fjölda sem að baki evrunni stendur sveiflast hún til og frá og er mjög óstöðug um þessar mundir. Sjálfsagt hefur þú ekki tekið eftir því, en danska krónan er bundin föst við evruna og ekki er það að hjálpa Dönum sem margir hverjir vilja nú yfirgefa Evrópusambandið.
Íslenska krónan hefur dugað okkur vel þrátt fyrir erfiðar kringumstæður. Hún hefur til að mynda orðið þess valdandi að hér hefur ekki orðið stórfellt atvinnuleysi, en það sama verður ekki sagt um flestar þær þjóðir sem fastar eru orðnar í evru klafanum.
Við megum bara vera þakklát meðan okkur ber gæfa til að halda í krónuna. Bæn mín er sú að Guð veiti okkur gæfu til að halda rétt á efnahagsmálum þjóðarinnar, en það er það sem ræður úrslitum um gengi þjóðarinnar. Krónan hefur aldrei tekið sjálfstæða ákvörðun um að gera okkur illt, heldur misvitrir stjórnmála- og fjármálamenn, ásamt forustumönnum í atvinnulífinu og verkalýðsforingjar.
Tómas Ibsen Halldórsson, 6.6.2015 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.