RÚV viljugt verkfæri fjárkúgara

Blaðamannasysturnar sem reyndu að kúga fé úr fjölskyldu forsætisráðherra eru öllum hnútum kunnugar í íslenskum fjölmiðlum. Þeir vita sem er að íslenskir fjölmiðlar nota nafnlausar heimildir í meira mæli en þekkist á byggðu bóli í okkar heimshluta.

Fréttastofa RÚV er sérlega óvandvirk að þessu leyti. Í hádegisfrétt af fjárkúgunarmálinu sagði fréttastofan

Eins og fram kom í hefur ekki fengist uppgefið hvað fjárkúgunartilraunin snerist um en samkvæmt heimildum fréttastofu tengist hún fjárhagslegum tengslum Björns Inga og Sigmundar Davíðs.

Fyrirsögnin í frétt RÚV var: ,,Fjármagnaði ekki kaupin á DV". RÚV leggur sig fram um að beina athyglinni frá gerendunum og gera forsætisráðherra að skúrki. Nafnlausi heimildarmaðurinn og sjónarhorn fréttarinnar staðfesta þetta.

Þessi ljóti leikur RÚV er því siðlausari að annar gerendanna, Malín Brand, var fréttamaður RÚV til skamms tíma.

Er Malín Brand kannski hinn nafnlausi heimildarmaður RÚV?


mbl.is Hótað vægðarlausri umfjöllun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

Fyrir hvern vinna þær , vinsti öflin sem vilja SDG OG Rikisstjórnina burt ?   Stjórnarandstöðunni er að takast að trylla allann landslyð með ósannsögli og ómerkilegheitum !"!

rhansen, 2.6.2015 kl. 20:52

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það verður nú að viðurkennast að hér er ansi vel í samsæriskenningu lagt.

Þorsteinn Siglaugsson, 2.6.2015 kl. 21:04

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef eitthvað væri til í þessari kenningu um fjárhagsleg tengsl þá kæmi það mjög á óvart ef hlutaðeigandi hefðu sýnt af sér þann klaufaskap að skilja eftir sig nokkrar sannanir um það.

Á Íslandi er frænd- og flokkshygli (lesist:spilling) svo landlæg að nánast óþekkt er að mútur séu greiddar í reiðufé heldur hafa þær í gegnum aldirnar einfaldlega verið skuldajafnaðar mót hvor öðrum til aukins hagræðis.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.6.2015 kl. 23:24

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Kannski rétt að benda á að þessi frétt kom svona fram á visir.is  þar sem sagðim.a. í frétt sem er frá 11:44

Upplýsingarnar sem systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hótuðu að gera opinberar snúast um meint fjárhagsleg tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns. Samkvæmt heimildum fréttastofu snúast upplýsingarnar um kaup Björns Inga á DV.

Og miðað vð að hádegisfréttir RUV eru klukkan 12:20 þá er þessi kenning fallin um sjálfa sig. Þið Páll og vinir megið bara halda áfram að leika ykkur að samsæriskenningum. 

 

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.6.2015 kl. 23:32

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Eins og það réttilega er Þorsteinn,við andstæðingar inngöngu í ESB.þekkjum taktinn. Hvað segir svona fyrirsögn: "Fjármagnaði ekki kaupin á DV". Hver? Sá sem varð fyrir svívirðilegri fjárkúgun,? 

Það hljóta að vera trilljóir auðæva í veði hjá þeim sem setja upp svona leikrit trekk í trekk. Augljóslega það eina sem þeir virða,á sama tíma og þeir krefja aðra um nánast þöggun á blogginu af tilgerðarlegri tillitssemi.Hvað eru þeir að gera fjölskyldu Sigmundar,?Eru hanns börn ekki í skotlínunni? Svei ykkur.

Helga Kristjánsdóttir, 3.6.2015 kl. 00:17

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Magnús það er ekki svo langt síðan að þú vældir yfir blessuðum Múslimabörnum,vegna hóflegra skrifa um reglur í trúarbrögðum þeirra,sem erfitt er að aðlaga hér. En það má senda forsætisráðherra,ungum manni sem á börn hótun inn á heimili hanns. Það er svívirðilegt.

Helga Kristjánsdóttir, 3.6.2015 kl. 00:23

7 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Hversu lágt getur fólk lagt sig?

Jónas Ómar Snorrason, 3.6.2015 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband