Þriðjudagur, 2. júní 2015
Björn Ingi og Hlín í góðum gír - Malín bíður í bílnum
Blaðamennirnir og systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand tóku íslenska útrásarblaðamennsku út í Hafnarfjarðarhraun í leit að milljónum sem þær trúðu að forsætisráðherra hefði skilið eftir handa þeim.
Maðurinn sem öðrum fremur samtvinnar stjórnmál og viðskipti í auðmennsku, Björn Ingi Hrafnsson, var fyrir skemmstu í góðum gír með Hlín í Smartlandi.
Á meðan systurnar voru út í hrauni var Björn Ingi steggjaður. Nýja stúlkan í lífi hans heitir millinafninu Von. Eina von Hlínar og Malínar er að leiðangurinn út í Hafnafjarðarhraun endi ekki á Litla-Hrauni.
Glaðbeittur Björn Ingi er áfram í góðum gír og ,,open for business".
Reynt að kúga fé af Sigmundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vesalings kjánar að gera þetta.
Jón Valur Jensson, 2.6.2015 kl. 13:56
Hvað ætluðu þær sér að fá mikið í mútufé?
Hvers virði er æran?
Og það sem meira er: Hvers virði er sakleysið?
Er það orðið svo í þessu þjóðfélagi efnishyggju, að menn telji allt falt fyrir peninga?
Jón Valur Jensson, 2.6.2015 kl. 14:01
það er allt fallt fyrir peninga Jón Valur.
Jónas Ómar Snorrason, 2.6.2015 kl. 15:08
Mig setur hljóðan.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.6.2015 kl. 17:38
Einhver hlytur að þurfa biðja Forsætisráðherra afsökunar ??,Ekki er hann flæktur i ástarmál Björn Inga og þó eigi að ná ser niður á honum ?
rhansen, 3.6.2015 kl. 13:19
Hæ rhansen, ég hélt í sakleysi mínu að afsökunarbeiðni kæmi frá systrunum í gær til forsætisráðerrahjónanna, eftir að þær voru nappaðar í hrauninu. En, nei. Þeir sem hafa enga samvisku, afsaka aldrei neitt.
En Páll, heldur þú að það gæti verið að Björn Ingi sé flæktur eitthvað í málið, t.d. skv. þér að vera með Hlín í Smartlandi, svona rétt fyrir giftingu? Var hann kannski að gefa henni aðeins undir fótinn og sparka svo? Þannig að hún lagði á hefndaraðgerðir?
Eða er Björn Ingi að leggja á ráðin með að reyna að knésetja forsætisráðherra?
Ég hef ekki hugmyndaflug til að lesa í atburði síðustu daga, en mér þykja skrif þín um þetta mál svolítið mögnuð og tengd ástarmálunum.
En í mínum huga túlka ég þetta meira sem tengist einstaklingi sem vinnur sem blaðamaður og ætlar að nota völd sín á blaði til að kúga fé út úr einstaklingi.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 3.6.2015 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.