Mánudagur, 1. júní 2015
Egill Helga: ESB-aðild gæfi okkur Vinstra-Ísland
Vinstriflokkarnir binda trúss sitt við ESB-umsóknina. Íslenskt samfélag yrði stokkað upp með aðild. Völd færu frá almenningi og kjörnum fulltrúum til skrifræðisins í Brussel. Íslenska embættismannakerfið myndi ekki vera ábyrgt gagnvart þjóðinni heldur framkvæmdastjórn ESB.
Egill Helgason orðar framtíðarsýnina um Vinstra-Ísland í ESB með þessum orðum
Ég er reyndar með þá kenningu að ef við færum í ESB yrði það game changer, eins og það kallast, það myndi breyta öllum forsendum og viðmiðum. Við myndum upplifa tækifæri og nýtt hugarfar. Það yrði óumræðanleg lyftistöng fyrir íslenskt þjóðlíf.
Vinstra-Ísland væri notalegur staður fyrir háskólafólkið og opinbera starfsmenn sem ættu reglulega erindi til höfuðborgarinnar í Belgíu. Auðlindunum væri stjórnað frá Brussel og þaðan kæmu reglugerðir og lög sem segðu okkur hvernig við ættum að búa Ísland. Samskipti Íslands við önnur lönd, líka nágrannaþjóðir okkar, færu í gegnum Brussel.
Vinstra-Ísland er 21. aldar útgáfan af Sovét-Íslandi sem vinstrimenn óskuðu sér einu sinni.
Telur Ísland enn umsóknarríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Æ draumórar og aðrir órar hjá þessum blessuðu ESB sinnum. Og svo má spyrja hvort umsóknin hafi verið lögleg, það þarf að kanna: Í upphafi var fólki sagt að Alþingi hefði sent bréf til ESB, með ósk um "könnunarviðræður" fyrir "hugsanlega" umsókn (seinna) um formlega aðild og inngöngu í Evrópu-bandalagið. Þetta reyndust ósannindi, því seinna var það svo upplýst að í bréfinu stóð "MJÖG SKÝRT" að þar var óskað formlega eftir - "fullri aðild og inngöngu" - Íslands í ríkjasamband Evrópu.
Þjóðin var aldrei spurð, né heldur boðið að sína vilja sinn um það (í þjóðaratkvæðagreiðslu), hvort hún (þjóðin) vildi, eða vildi ekki, ganga inn í ESB. Þetta umsóknarbréf var því (samkvæmt mínu mati), klárlega brot á Íslendsku Stjórnarskránni, sem og brot á almennum lögum um fullveldi Íslands.
Því eins á Alþingi - (einnig, samkvæmt mínu mati) - að nálgast málið frá þeim sjónarhóli og draga umsóknina til baka þar sem ólöglega hafi verið að henni staðið. Og í framhaldi af því á svo ríkissaksóknari (og ef til vill fleiri) að fá málið til meðferðar og kanna hvort ástæða sé til frekari sakfellingar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2015 kl. 17:15
Allir kettir eru eins í myrkri og Sóvét Ísland er draumur allra vinstrimanna hvernig svo sem þeir kalla sig.
Ragnhildur Kolka, 1.6.2015 kl. 17:57
Venjulega er sýnt með tilvitnunarmerkjum hver er hinn tilvitnaði texti er, í þessu tilfelli orð Egils Helga. Eða að setja á réttan stað: "Tilvitnun lýkur".
Ómar Ragnarsson, 1.6.2015 kl. 19:46
Það kom fram í ágætri grein Rakelar Sigurgeirsdóttur að ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA UM ÞAÐ HVORT LANDSMENN VILJA INN Í ESB, VERÐUR AÐ FARA FRAM ÁÐUR EN VIÐRÆÐUR HEFJAST, AÐ ÖÐRUM KOSTI FÁ LANDSMENN EKKI AÐ KJÓSA UM AÐILD (INNLIMUN).
Jóhann Elíasson, 1.6.2015 kl. 20:12
Þetta með "innlimun" get ég aldrei skilið. Eru þá Svíþjóð, Danmörk, Finnland og þau ríki sem við miðum okkur við "innlimuð" í ESB? Fæ ekki betur séð en þessi ríki
sé sjálfstæð og mismunandi! Sé ekki að þau séu einu sinni meið sömu lög eða sömu stefnu í mörgum málum. Meira að segja hagur þessara ríkja er mismunandi! Held að ESB andstæðingar ættu nú aðeins að hægja á sér í svona fullyrðingum. ESB er samstarf ríkja á ákveðnum sviðum! Þetta er ekki ríki og ekki samveldi! Á þeim sviðum sem falla undir samstarfið eru lög samræmd en það er gert á sameiginlegum vettvangi og stærstu ákvarðanir verða þjóðþing landana að samþykkja áður en þjóðir taka þátt í þeim.
Og ef menn fara nú að nefna Noreg einu sinni enn þá er rétt að benda á að Norgur borgar gríðar upphæðir til ESB vegna EES samningsins og við fáum að fylgja þar með. Í raun erum við að kaupa okkur auka aðild að ESB án þess að hafa þar áhrif. Sviss borgar gríðarlega fyrir tvíhliðasamning við ESB. Og þar með man ég ekki eftir neinu landi í Evrópu sem er ekki í ESB, búið að sækja um aðild að ESB eða er með aukaaðild að ESB. Og þar er aukaaðildinn sú versta þar sem að viðkomandi (þar á meðal við) þurfa að taka upp lög ESB varðandi flest atriði sem snerta viðskipti, peningamál, neytendamál og fleira án þess að hafa nokkur áhrif.
Magnús Helgi Björgvinsson, 1.6.2015 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.