Mánudagur, 1. júní 2015
Evrópa, And-Evrópa og smáræði kallað lýðræði
Evrópusambandið er að klofna á milli ESB-sinna og And-Evrópusinna, segir Joschka Fischer, fyrrum utanríkisráðherra Þýskalands og einn helsti talsmaður ESB-sinna. Yfirvofandi er að Grikkland hrökkvi úr ESB vegna evru-kreppunnar og Bretland segi sig frá Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu innan tveggja ára.
Fischer segir ESB standa frammi fyrir meiri tilvistarvanda en nokkru sinni á 60 ára ferli.
ESB-sinninn Fischer er ekkert að nefna þetta smáræði sem kallast lýðræði, þegar hann stillir upp valkostunum Evrópu (les: Evrópusambandið) og And-Evrópu (les: þjóðríkin).
Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, er aftur áhyggjufullur fyrir hönd lýðræðisins í Evrópusambandinu. Hann skrifar grein í Le Monde þar sem hann segir grísku þjóðina hafa í lýðræðisslegum kosningum ákveðið að setja stopp á aðhald í ríkisfjármálum, sem haldið hefur Grikklandi í sjö ára kreppu.
Gríski forsætisráðherrann talar skýrt þegar hann segir valið standa á milli lýðræðis þjóðríkja eða yfirþjóðlegt vald stofnana einsog framkvæmdastjórnar ESB, seðlabanka ESB og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins
In other words, this means the complete abolition of democracy in Europe, the end of every pretext of democracy, and the beginning of disintegration and of an unacceptable division of United Europe.
This means the beginning of the creation of a technocratic monstrosity that will lead to a Europe entirely alien to its founding principles.
Lýðræði kemur ekki við sögu í greiningu Fischer vegna þess að í samrunaferli Evrópu er ekkert pláss fyrir lýðræði.
Þeir Fischer og Tispras eru sammála um rökrétta niðurstöðu samrunaferlis ESB. Lýðræðið mun víkja fyrir stofnanavaldi sem hefur vit fyrir almenningi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.