Svíar telja Norðmenn nasista - pólitísk rétttrúnaðarumræða

Norðmenn, líkt og Íslendingar, halda upp á þjóðhátíðardaginn sinn með fánum, skrúðgöngum og útileikjum. Svíum finnst fánahylling nasísk og átelja þjóðina vestan Kjalar fyrir að vera halla undir þýsku helstefnuna sem margir Norðmenn gáfu líf sitt að berjast gegn - en fáir Svíar.

Norskur rithöfundur búsettur í Svíþjóð, Karl Ove Knausgård, á ýmislegt vantalað við sænskt samfélag, sem hann segir einkennast af pólitískum rétttrúnaði.

Í grein í Dagens Nyheter segir Knausgård að sænska umræðan þoli hvorki frávik né margræðni. Aðeins ein skoðun opinber skal vera á öllum helstu samfélagsmálum. Nýr stjórnmálaflokkur, Svíþjóðardemókratarnir, fékk á annan tug prósenta í þingkosningum. En pólitíska flokkakerfið tók sig saman, kallaði nýja flokkinn nasískan, og myndaði þjóðstjórn beinlínis til að þagga niður í Svíþjóðardemókrötum.

Knausgård segir sænska umræðumenningu stjórnast af hræðslu. Rithöfundar þora ekki að tjá sig af ótta við að vera stimplaðir nasistar, kvenfjandsamlegir og eitthvað þaðan af verra.

Knausgård talar af reynslu. Í skáldsögu skrifar hann um ást kennara og 13 ára nemanda. Í opinberri umræðu sænskri er norski rithöfundurinn sagður barnaníðingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband