Framsókn er jafnaðarmannaflokkur, ekki Samfylking

Forsætisráðherra og Framsóknarflokkurinn báru fram til sigurs kröfuna um 300 þúsund króna lágmarkslaun, sem fékkst viðurkennd í nýjum kjarasamningum. Samfylkingin hundsaði kröfuna í fyrstu en tók seint og um síðir hjárænulega undir.

Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins rekur skilmerkilega hvernig Framsóknarflokkurinn ruddi brautina í þágu þeirra lægst launuðu.

Samfylking er flokkur langskólafólks sem krefst forréttinda vegna prófgráðu og óskar sér helst að starfa í skrifræðinu í Brussel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Samfylking og Vg fjarlægjast almenning með hverjum deginum sem líður.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.5.2015 kl. 13:00

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

En hækkar  matarskattinn úr 7% í 11% ?

Hefðu vinstri flokkarnir gert það ?

Jón Þórhallsson, 31.5.2015 kl. 14:03

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jón

Það er búið að afnema vörugjöld og tolla auk þess að lækka skattprósentu flugfreyjustjórnarinnar. Það dettur sósíalistunum aldrei í hug.

Ég veit til þess að bílavaraklutir t.d. lækkuðu í verði um fjórðung, eða 25% vegna lækkunar þessara gjalda og lækkunar efra vsk-þrepsins niður í 24% úr 25,5%. Manstu hverjir það voru sem hækkuðu virðisaukann í 25,5% ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ?? ? ? ? ? ? ?

FYYYYYYRSTA verk Árna Páls, sem núna sýpur hveljur vegna atvinnulausra og öryrkja sem og aldraðra ætti að vera með svarta skán á tungu sinni vegna krókodílatára sinna, SEM RÁÐHERRA Í FLUGFREYJUSTJÓRNINNI VAR AÐ SKERÐA STÓRKOSTLEGA ÖRORKUBÆTUR OG ELLILÍFEYRI !

Það er enn ógleymt af þeim sem þjáðust vegna þess niðurskurðar hans og illfygla þeirrar stjórnar. ÞEir einir í þeim hópi sem ekki minnast þessa eru auðvitað sósíalistar úr þeim röðum sem valkvætt kjósa að minnast þessarar ósvinnu ekki.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.5.2015 kl. 15:34

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

 Það er tiltölulega stutt síðan að sagt var á þessari bloggsíðu að Samfylkingin nýtti sér forystu verkalýðsfélaganna í pólitískum tilgangi með því að fá hana til að standa að svo óbilgjörnum launakröfum að allt færi í uppnám og þar með klekkt á ríkisstjórninni.

Nú er hins vegar sagt að Framsóknarflokkurinn hafi staðið fyrir þessari aðför að eigin ríkisstjórn. Hvoru á maður að trúa?  

Ómar Ragnarsson, 31.5.2015 kl. 15:40

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ja, Framsókn er ekki saklaus, hún studdi minnihlutastjórn Samfylkingar fyrri hluta árs 2009 til þess að ekki yrði boðað til nýrra þingkosninga.
Reyndar er ekki að sjá að XS hyggist launa greiðann þann.

Kolbrún Hilmars, 31.5.2015 kl. 16:21

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gaman í þessu sambandi að benda á að Jóhanna Sigurðardóttir var félagsmálaráðherra frá 1987 til 1994 og þá voru byggðar um 4 þúsund félagslegar íbúðir. Og eins að skv. öllum tölu jókst jöfnuður hér gríðarlega síðasta kjörtímabili. Eins ef að skoðað eru fyrirhugaðar skattaaðgerðir þá má sjá að þeir sem njóta mest eru þeir tekjuhæstu.

11295827_10205419191651548_969713161923895915_n.jpg

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.5.2015 kl. 17:04

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Magnús 

Er þér sjálfrátt ? Stofnað flugfreyjan til Verkamannabústaðanna ?

Yfir 100 skattar á síðasta kjörtímabilis ólánsstjórnar alþýðunnar undir forystu flugfreyjunnar og jarðfræðinemans - eru yfir 100 skattahækkanir til hagsbóta alþýðu ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.5.2015 kl. 17:10

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Er ekki svolítið sérkennilegt að kennari skuli vera að agnúast út í prófgráður og gera þær tortryggilegar?

Wilhelm Emilsson, 31.5.2015 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband