Opinberir starfsmenn geta ekki ráðið launum í landinu

Launakjör opinberra starfsmanna hljóta alltaf að vera fall af launum á almenna vinnumarkaðnum. Afkoma fyrirtækja í landinu ræður því hve mikið er til skiptanna. Þetta gildir á Íslandi og í öllum ríkjum sem búa við blandað hagkerfi.

Til að tefla ekki lifi og heilsu landsmanna í hættu verður ríkisstjórnin að setja lög á heilbrigðisstéttir, sem bannar þeim verkföll tímabundið. Aðrir opinberir starfsmenn verða að gera upp við sig hvort þeir fresta verkföllum eða auglýsa hroka sinn.

Umræða síðustu vikna leiðir í ljós staðfastan vilja ríkisstjórnarinnar að gefa ekki kost á verðbólgusamningum. Þegar það rennur upp fyrir verkalýðsforystunni að slíkir samningar eru ekki í boði þá verður samið. En það getur tekið tíma. Og það er alltaf nægt framboð af tíma.


mbl.is Undrast orð forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stjórnvöld sömdu við lækna og framhaldsskólakennara, það eru þau viðmið sem allir hafa að leiðarljósi.

Fullyrðingin stenst því ekki núna.

Jón Ingi Cæsarsson, 25.5.2015 kl. 10:38

2 Smámynd: GunniS

þetta er merkilegt ef það er horft á það að korteri eftir kosningar fengu alþingismenn og aðrir opinberir toppar. um 11% hækkun launa, og sumir feita afturvrirka hækkun.

GunniS, 25.5.2015 kl. 11:08

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þegar einstaklingur ræður sig í vinnu er í aðalatriðum tvennt sem ræður laununum sem hann fær, hversu mikið launagreiðandinn er reiðubúinn að borga, og hversu mikið launþeginn sættir sig við. Þannig hefur auðvitað einstaklingurinn nokkuð um það segja hvaða laun hann fær, hann ræður því hvort hann tekur starfinu eða ekki.

Ef ríkið ætlar áfram að sýna jafn miðið úrræða- og áhugaleysi í þeirri kjaradeilu sem nú setndur yfir við stéttir sem hafa verið samningslausar í brátt 3 mánuði gæti staðan orðið sú að enn fleiri segi upp störfum og skipti um starf eða fari af landi brott.

Skeggi Skaftason, 25.5.2015 kl. 12:19

4 identicon

Framhaldsskólakennarar settu tónin með tugprósenta kröfu sinni, þér fannst það sanngjarnt á sínum tíma Páll.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.5.2015 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband