Verkalýðsauðvaldið fokkar upp samfélaginu

99 ár eru frá stofnun Alþýðuflokksins. Alþýðusamband Íslands gerði út Alþýðuflokkinn sem stjórnmálaarm verkalýðshreyfingarinnar. Um árabil voru Alþýðuflokkur og róttækur flokkur þar til vinstri, síðast Alþýðubandalagið, útverðir verkalýðshreyfingarinnar.

Vinstriflokkar túlkuðu pólitík samtaka launafólks og gerðu kröfur um réttmætan hlut í landsstjórninni. Sannfæringarmátturinn var slíkur að þegar hægrimenn skipulögðu sig, með stofnun Sjálfstæðisflokksins 1927, varð leiðarstef flokksins ,,stétt með stétt" - svona eins og til að segja fólki að hægripólitík væri líka í þágu launamanna.

Verkalýðshreyfingin var í gegnum stjórnmálaflokka aðili að pólitískri menningu samfélagins og stjórnmálaflokkarnir voru hluti af verkalýðshreyfingunni - í mismiklu mæli vitanlega.

Í kringum síðustu aldamót riðlaðist þetta fyrirkomulag. Stjórnmálakerfið varð viðskila við verkalýðshreyfinguna. Vinstriflokkarnir tóku að skilgreina sig með málefnum sem ýmist ekki var einhugur um í verkalýðshreyfingunni, s.s. náttúruvernd og Evrópumál, eða mál sem fóru fyrir ofan garð og neðan vinnandi fólks - eins og kynjapóltík.

Önnur þróun, sem sleit enn frekar á tengslin við stjórnmálakerfið, var sívaxandi máttur lífeyrissjóðanna sem verkalýðshreyfingin stjórnar til helminga með Samtökum atvinnulífsins. Lífeyrissjóðakerfið tók á sig mynd á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og var fremur veikburða framan af.

Eftir hrun verðalífeyrissjóðirnir stórveldi í efnahagslífinu. Víðtæk samstaða er um að tala sem minnst um verkalýðsauðvaldið. Helst er að Samkeppniseftirlitið veki athygli á þessari þróun, en flestir aðrir keppast við að þegja.

Verkalýðsauðvaldið í lífeyrissjóðum á stærstan hlut í þeim 16 fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllinni.

Verkalýðsauðvaldið er feimið við að viðurkenna völd og áhrif sem það hefur og enn feimnara að nota þessi völd í þágu umbjóðenda sinni, þ.e. launafólks. Verkalýðsauðvaldið þorir til dæmis ekki að nota stöðu sína til að gefa tóninn í kjaramálum forstjóra fyrirtækja í eigu lífeyrissjóða.

Verkalýðsauðvaldið er í litlum tengslum við stjórnmálamenninguna og ýmsar undarlegar yfirlýsingar koma frá forkólfum þess. Til dæmis þegar forseti ASí, Gylfi Arnbjörnsson, sakar forsætisráðherra um að ganga erinda ríka fólksins og fyrirtækjanna.

Reyndar er það þannig að verkalýðshreyfingin hefur verið að glíma við óvenju grímulausa ríkisstjórn hvað varðar það að hún hefur valið sér að verja hagsmuni bæði ríkasta fólksins og fyrirtækja í landinu.“

Hér talar forstjóri verkalýðsauðvaldsins sem keyrir um á Land Crusier og leggur í stæði fatlaðra eins og hrokafullur bankastjóri. Forstjóri verkalýðsauðvaldsins er með framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í vinnu hjá sér að koma í veg fyrir að verkalýðsfélög á landsbyggðinni nái samningum við fyrirtæki. Gylfi er sjálfur hluti af ríkasta fólki landsins og gætir hagsmuna stærsta auðvaldsins í landinu - lífeyrissjóðanna.

Verkalýðsauðvaldið á hvergi heima í stjórnmálakerfinu. Launþegar eiga fjármagnið en stjórnun þess í í höndum hrokafullrar verkalýðsforystu sem telur sig hafna yfir samfélagslega ábyrgð.

Til að koma böndum á verkalýðsauðvaldið þarf nýja lagasetningu um lífeyrissjóði. Áður en verkalýðsauðvaldið skemmir meira út frá sér ætti ríkisstjórnin að setja saman lagafrumvarp um starfsemi lífeyrissjóða og til að tryggja að þeir starfi í þágu eigenda sinna en ekki hrokafullra verkalýðsrekenda.

 

 

 

 


mbl.is Bjarni: Staðan aldrei sterkari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Heyr - heyr ! Þú greinir smkynsamlega kæri Páll eins og vant er.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.5.2015 kl. 17:53

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka þarfan og góðan pistil.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.5.2015 kl. 18:25

3 Smámynd: Steinar B Jakobsson

Mjög góð grein! Mætti birtast á fésbók.

Steinar B Jakobsson, 25.5.2015 kl. 21:39

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

......Og á Rúv. og 365,miðlum.

Helga Kristjánsdóttir, 26.5.2015 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband