Verkalýðsforystan einangruð - lífeyrissjóðir í hættu

Verkalýðsforystan er einangruð í kröfu sinni um verðbólgusamninga. Enginn pólitískur stuðningur er við verkalýðsforystuna á alþingi. Engar líkur eru á því að ríkisstjórnin setji lög á verkföllin og skeri þannig verkalýðsforystuna úr snörunni.

Verkalýðsforystan er með nokkra daga til að taka sönsum og semja á nótum stöðugleika. Ef til þess kemur að stóru verkföllin skella á verður minna til skiptanna enda mun strax sjá á ferðamannastraumnum til landsins.

Undir forystu ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs er sterk samstaða í þjóðfélaginu að hverfa ekki til verðbólgu síðustu aldar.

Verkalýðsforystan ræður ferðinni í stærstu fyrirtækjum landsins í gegnum lífeyrissjóði. Hún ber því tvöfalda ábyrgð, á afkomu fyrirtækja annars vegar og hins vegar á kjarasamningum.

Með því að stefna afkomu fyrirtækja lífeyrissjóðanna í hættu með verkföllum er verkalýðsforystan að setja lífeyrir félagsmanna sinna í uppnám.

Ef verkalýðsforystan tekur ekki sönsum á næstunni hlýtur löggjafinn að taka lagaramma lífeyrissjóðanna til endurskoðunar enda öllum ljóst að þeir eru í höndunum á óábyrgum þjóðfélagsöflum.

 

 


mbl.is Möguleg áhrif á efnahagsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Verkalýðsforustan er búin að koma sér í slæma stöðu.  Nái hún markmiðum sínum um umtalsverðar launahækkanir þvert yfir línuna, mun efnahagur landsins ekki þola það og verðbólga mun éta upp allar hækkanir og launamenn standa verr en áður. 

Verði farið í verkföll og þjóðfélagið lamað í einhverja daga eða jafnvel vikur, verðum við í verri stöðu en við hrunið 2008.

Er það þetta sem launafólk vill??? Er það það sem verkalýðsforustan stefnir að??? Eru aðferðir verkalýðsforustunnar bara liður í pólitískum tilgangi???

Nú er lag að snúa af þeirri óheilla braut.  Í stað þess að fara offari í kröfum sínum ættu menn að koma niður á jörðina og semja á þeim nótum sem koma öllum vel.  Hinir lægst launuðu fái mest og restin verði á skynsamlegri nótum en þær kröfur sem í gangi eru í dag.

Græðgi er ekki það sem við þurfum nú.  Græðgi er undanfari falls og það á við um alla, einnig þá sem skammta sér ofurlaun.

Tómas Ibsen Halldórsson, 22.5.2015 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband