Fimmtudagur, 21. maí 2015
Kaupþing var stærsta lygi bankanna þriggja
Stjórnvöld veðjuðu á Kaupþing í hruninu, að bankinn stæði af sér áhlaupið þegar bæði Íslandsbanki og Landsbanki hrundu. Kaupþing gaf þær upplýsingar að vera stöndugur banki og með hjálp stjórnvalda yrði hann starfhæfur til frambúðar.
í Al-Thani málinu sannaðist á stjórnendur Kaupþings sýndarviðskipti til að ljúga til sín traust með því að erlendir fjárfestar keyptu í bankanum - þegar þeir í reynd keyptu ekki. Í yfirstandandi markaðsmisnotkunarmáli sýnir saksóknari fram á að Kaupþing kerfisbundið hélt uppi verði á hlutabréfum bankans - beinlínis í þeim tilgangi að blekkja.
Stjórnendur Kaupþings blekktu ríkisvaldið til að styðja við bakið á gjaldþrota banka. Og það getur ekki verið refsilaust að svæla til sín opinbert fé til að eyða í fjárglæfra.
Árni dregur ummæli um Björgólf til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.