Mánudagur, 18. maí 2015
Bankar eru kvenfjandsamlegir
Mestur launamunur kynjanna er í í fjármála- og vátryggingastarfsemi, eða 37,5 prósent. Rökrétt ályktun er að fjármálastarfsemi, eins og hún er rekin, sé kvenfjandsamleg.
Minnsti launamunur kynjanna er í heilbrigðis- og félagsþjónustu, 7,4%. Meiri launamunur er í einkarekstri en opinberum.
Fjármálastarfsemin verður að útskýra hvers vegna hún er kvenfjandsamleg og hvað atvinnugreinin ætlar að gera til að bæta þar úr.
Launamunur kynjanna 18% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að það ætti frekar að gera almennilega könnun sem sýnir rétta mynd, þessi samanburður sem tekinn er saman hérna er rosalega villandi og sýnir enganveginn það sem hún ætti að vera sýna. Þetta eru beinlínis lygar með tölum settar fram til að valda togstreitu.
Hagstofan segir að hér sé launamunur skilgreindur sem óleiðréttur þar sem ekki er tekið tillit til skýringarþátta sem geta haft áhrif á laun einstaklinga.
„Dæmi um slíka skýringarþætti eru starf, menntun, aldur, starfsaldur og fleira. Þannig er ekki tekið tillit til þess að starfsval kynjanna er oft á tíðum ólíkt. Þá ber að athuga að greidd laun fyrir yfirvinnu og fjöldi yfirvinnu¬stunda er inni í útreikningum en hver yfirvinnustund er að jafnaði dýrari en hver stund í dagvinnu."
Ef atvinnurekendur vissu það að þeir gætu komist upp með það að hafa starfsmann í sömu vinnu á 18% lægri launum þá væri ekki einn einasti kvenmaður atvinnulaus í heiminum.
http://www.cbsnews.com/news/the-gender-pay-gap-is-a-complete-myth/
Halldór Björgvin Jóhannsson, 18.5.2015 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.