Sunnudagur, 10. maí 2015
ASÍ-maður kvartar undan kommúnisma atvinnurekenda
Við höfum séð hvernig staðnaður kommúnismi fór með margar þjóðir í gjaldþrot. Hugmyndafræði SA er að leiða okkur á þann stað ef ekki verður rótæk breyting á stefnu þeirra samtaka, segir Guðmundur.
Hér talar formaður aðildarfélags ASÍ, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, og kvartar undan kommúnisma Samtaka atvinnulífsins.
Einu sinni var verkalýðshreyfingin höll undir kommúnisma, í merkingunni að miðstýring ríkisvaldsins skyldi vera sem viðtækust.
Í dag gagnrýnir verkalýðshreyfingin atvinnurekendur fyrir miðstýringu og óskar sér meira frelsis til samninga.
Til að gera málið enn skrítnara þá á verkalýðshreyfingin stóran hluta stærstu fyrirtækja landsins í gegnum lífeyrissjóðina.
Er ekki orðið tímabært að ASÍ-menn og strákarnir í SA komi sér saman um hvað snýr upp og hvað niður í samskiptum eigenda atvinnulífsins?
SA hugmyndafræðilega gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heill og sæll Páll. þessi sami Guðmundur Þ. Ragnarsson sem nú vælir undan atvinnurekendum samþykkti á ársfundi Gildi lífeyrissjóðs nýlega uppá 24,386 í laun fyrir árið 2014 handa Framkvæmdarstjóra. Sami Guðmundur samþykkti hækkun stórnarlauna í 93.018 kr á mánuði Stjórnarformaður hefur 186.036 krónur á mánuði. Sem gerir rúmar 2 miljónir á ári. Eins samþykki sami aðili kjaraskerðingu á sitt fólk um 4,2 prósent. Nei Páll hver tekur mark á slíkum formanni verkalýðsfélags.
Jóhann Páll Símonarson, 10.5.2015 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.