Lærdómur sögunnar á þýsku og rússnesku

Um 70 prósent Rússa segjast hafa misst nákominn ættingja í ,,stóra föðurlandsstríðinu" eins og Rússum er tamt að kalla seinni heimsstyrjöld. Rússar voru sú þjóð sem flesta missti í þeim hildarleik.

Rússar telja sig eiga tilkall til þess að landamæri ríkisins í vestri séu þannig hönnuð að þau ógni ekki rússneskum öryggishagsmunum. Þeir létu yfir sig ganga að Eystrasaltsþjóðirnar fóru undir forræði Evrópusambandsins eftir fall Berlínarmúrsins og lok kalda stríðsins. Pólland fór sömu leið og Ungverjaland, Búlgaría og Rúmenía.

Þegar Úkraína átti að fara sömu leið, undir forræði Evrópusambandsins og með Nató-aðild sem næsta skref sögðu Rússar hingað og ekki lengra.

Vegna Úkraínudeilunnar er heldur fámennt þjóðhöfðingja með með Pútín að fagna 70 ára afmæli sigursins yfir Hitler.

Arftaki Hitlers í embætti kanslara Þýskalands, Angela Merkel, mætir á sunnudag til Moskvu að leggja blómsveig við minnismerki óþekkta hermannsins.

Í viðtali við Merkel á heimasíðu þýska kanslaraembættisins segir hún að þrátt fyrir deilur um Úkraínu sé mikilvægt að halda samræðum áfram við Pútín Rússlandsforseta.

Þeir sem helst knýja á um að Úkraína komist undir áhrifasvæði Evrópusambandsins og Nató eru Bandaríkin. Bandaríkin björguðu Evrópu í fyrra og seinna stríði og þau eru heimsveldi. En Bandaríkin skilja lítt söguna og alls ekki evrópska sögu.

 


mbl.is Rússar sýna mátt sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tek undir þetta þrátt fyrir óbragð í munni vegna aðfara Rússa í austanverðri Úkraínu. 

Ómar Ragnarsson, 9.5.2015 kl. 13:19

2 Smámynd: Ármann Birgisson

ÓMAR,,Íbúarnir á Krímskaga eru þakklátir Rússum sem björguðu þeim frá ógnun Úkraínskra stjórnvalda með því að yfirtaka skagann enda er búinn að vera friður þar síðan. Rússar hefðu um leið átt að yfirtaka sýslurnar Lúgansk og donétsk (Donbass) því að þá hefði aldrei orðið slíkt mannfall sem varð. Úkraínustjórn hefur sýnt það að þeim er nákvæmlega sama um íbúana í Donbass. Fyrir þeim er svæðið sem þeir vilja endurheimta meira virði en íbúar þess.

Ármann Birgisson, 9.5.2015 kl. 17:06

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ármann, hvers vegna að stoppa í austurhluta Úkraínu? Væri ekki best að Pútín tæki yfir allt sem tilheyrði Sovétríkjunum til að tryggja frið? Þá yrði fólkið líka alveg rosalega þakklátt.

Wilhelm Emilsson, 9.5.2015 kl. 20:02

4 Smámynd: Ármann Birgisson

OK Wilhelm, það hefði verið nóg að láta þessar tvær sýslur duga vegna þess að þar búa flestir Rússarnir í Úkr. Í öll skiftin sem ég var í Úkraínu var talað um að skifta þyrfti landinu milli Úkraínumanna og Rússana í austurhlutanum. Það væri ekkert vit í að Rússar tækju yfir allt sem tilheyrði gömlu Sovétríkjunum, það myndi bara skapa óánægju. Hefurðu tekið eftir Wilhelm að stjórnarher Úkraínu reynir ekki innrás á Krím ?. Það er vegna þess að stjórnvöldin í Kíev leggja ekki í Rússana sem þýðir að friður ríkir þar. Hefðu Rússar gert það sama í Donbass að yfirtaka svæðið strax í byrjun átakana þá hefði aldrei orðið viðlíka mannfall og varð og friður hefði ríkt á svæðinu eins og á Krímskaga.  

Ármann Birgisson, 10.5.2015 kl. 02:16

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þetta var náttúrulega kaldhæðni hjá mér, eins og þú veist áreiðanlega.

En án gríns, ég skil röksemdafærsluna hjá þér, Ármann. Mér finnst það bara ekki réttlætanlegt að Rússar ráðist á sjálfstætt land. Það er augljóst að stjórnarher Úkraínu reynir ekki að taka Krím aftur með vopnavaldi. Það yrði sjálfsmorðsför.

Wilhelm Emilsson, 10.5.2015 kl. 08:36

6 Smámynd: Ármann Birgisson

Wilhelm,,,við erum greinilega ekki á sama máli en það er alltaf gaman að skrifast á við þig félagi.laughing

Ármann Birgisson, 10.5.2015 kl. 10:14

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sömuleiðis, félagi Ármann laughing 

Wilhelm Emilsson, 10.5.2015 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband