Fimmtudagur, 7. maí 2015
Landsbyggðin hugsar um launafólk, ekki pólitík
Verkalýðsfélög á landsbyggðinni standa ekki fyrir annarri pólitík en að semja um laun fyrir sína félagsmenn. Við þær aðstæður er hægt að semja eins og verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík sýnir fram á með verkum sínum.
Hér fyrir sunnan er verkalýðsforystan á kafi í pólitík og ætlar sér án umboðs að taka fram fyrir hendur lögmætra stjórnvalda í málefnum sem koma kjaramálum ekkert við.
Tímabært er að verkalýðsforystan á landsvísu taki sér Framsýn á Húsavík til fyrirmyndar og beini starfsþrekinu að kjarasamningum en ekki landsstjórninni.
Klöppuðu fyrir nýjum samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.