Þriðjudagur, 5. maí 2015
Verkalýðsforysta undir fávísisfeldi
Í stað þess að verkalýðsforystan kaupi sér þjónustu almannatengla til að klæða áróðurinn í seljanlegan búning væri nær að hún keypti sér námskeið í samfélagsfræðum.
Í fyrsta fyrirlestri mætti upplýsa verkalýðsforystuna að allsherjaratvinnulíf er ekki til á Íslandi, við búum í markaðshagkerfi þar sem einstaklingar stofa fyrirtæki eftir þörfum og þau lukkast eða fara á hausinn eftir atvikum. Að boða til allsherjarverkfalls gegn öllu atvinnulífinu í landinu er út í bláinn.
Í öðrum fyrirlestri gæti verkalýðsforystan fengið upplýsingar um eignarhald lífeyrissjóðanna á stærstu fyrirtækjum landsins. Verkalýðshreyfingin stýrir þessu eignarhaldi til helminga á móti Samtökum atvinnulífsins. Stjórnir fyrirtækja móta launastefnu þeirra.
Af ástæðum sem ekki eru upplýstar kýs verkalýðsforystan að beita sér ekki í stjórnum fyrirtækja fyrir gagnsærri launastefnu. Þetta atriði yrði hópvinnuverkefni á námskeiðinu.
Allsherjarverkfall 6. júní? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og hvað leggur þú til að verkafólk geri, Páll? Á það bara að taka við því sem atvinnurekendum þóknast að rétta því?
Þér gengur illa að skilja þá staðreynd að verkafólk hefur einungis eitt vopn til að draga atvinnurekendur að samningsborðinu, verkfallsvopnið. Það er ekki notað nema í neyð, þegar allt annað hefur verið reynt. Nú er sú neyð staðreynd, þar sem útilokað virðist vera að fá atvinnurekendur til að koma með einhver raunhæf tilboð. Allir vita að samningur næst ekki nema báðir aðilar gefi eftir og til að slíkt getu komið til verða atvinnurekendur að koma með eitthvað tilboð sem hægt er að hlusta á og hægt að vinna útfrá. Kröfur stéttafélaga eru bara kröfur, settar fram til að koma vilja fólks fram. Líkur á að þær komist allar inn í kjarasamning eru litlar sem engar, en út frá einhverju verður að hefja viðræður.
Verkföll eru því atvinnurekendum að kenna, það er þeirra að sjá til þess að viðræður skili árangri. Verkamaðurinn er einungis að sækja sér kjarabót, atvinnurekandinn ber ábyrgð á því að fyrirtæki starfi og þeir kúnnar sem hann selur sína þjónustu verði ekki fyrir skaða.
Gunnar Heiðarsson, 5.5.2015 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.