Mánudagur, 4. maí 2015
Verkföll í leit að réttlætingu
Verkalýðsforystan sóttist eftir stuðningi stjórnarandstöðunnar í umræðum á alþingi um kjaradeilurnar en fékk ekki.
Sterkasta útspil vinstrimanna á alþingi, Katrín Jakobsdóttir formaður Vg, gerði ekki meira en að lýsa ástandinu, meiri verkföll en um árabil, formaður Bjartar framtíðar vildi kosningar til að auka á ringulreiðina og formaður Samfylkingar var ekki á dagskrá.
Þrátt fyrir ráðgjöf dýrustu almannatengla fær verkalýðsforystan ekki hljómgrunn fyrir kollsteypusamningum. Sú taktík að herja á ríkisstjórnina skilar sér ekki þegar stjórnarandstaðan, mínus Píratar, er jafn veik og raun ber vitni.
Verkföllin munu hjakka eitthvað áfram en á meðan ríkisstjórnin lætur ekki bilbug á sér finna er ekki spurning hvort heldur hvenær verður samið á vitrænum efnahagsnótum.
Mun ekki kasta eldivið á bálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er líka bara prik otað að stjórninni og mæmað:"upp með hendur"
Helga Kristjánsdóttir, 5.5.2015 kl. 04:36
Þegar ríkisstjórnin reið á vaðið með ofurhækkunum á hálaunastétt lækna í stað þess að setja strax lög á það þá tel ég að hún hafi sett línurnar varðandi launaþróun í landinu og ótrúlega ábyrgðarlaust og heimskulegt af henni að láta síðan sem svo að henni komi ekkert við með framhaldinu eða eigi ekki að bera ábyrg á eftirleiknum...
Einar Sigfússon, 5.5.2015 kl. 07:22
Þegar ríkisstjórnin reið á vaðið með ofurhækkunum á hálaunastétt lækna í stað þess að setja strax lög á það þá tel ég að hún hafi sett línurnar varðandi launaþróun í landinu og ótrúlega ábyrgðarlaust og heimskulegt af henni að láta síðan sem svo að henni komi ekkert við um framhaldið eða eigi eigi að sjá um eftirleikinn en ábyrð hjá ríkisstjórn hefur engin fundist hingað til að mínu viti...
Einar Sigfússon, 5.5.2015 kl. 07:37
Einar, lög eru ekki sett á starfsstétt sem með lítilli fyrirhöfn getur flust milli landa. Hræsni stjórnarandstöðunnar og verkalýðsforystunnar felst í þvi að hafa áður krafist samninga við lækna en nota nú samningana sem vopn gegn ríkisstjórninni.
Ragnhildur Kolka, 5.5.2015 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.