Homminn ég, femínistinn ég, múslíminn ég - af lífsstílspólitík

Félagshópar fólks sem kenna sig við trú, kyn eða kynhneigð útiloka þá frá aðild  sem ekki játast tilvistarforsendu hópsins. Gagnkynhneigðir geta ekki verið hommar, kristnir ekki múslímar og karlmenn ekki femínistar.

Lífsaftöðuhópar fá þrifist í samfélaginu vegna þess að við, fermda fólkið, sem borgar skatta og kýs Sjálfstæðisframsóknarflokkinn, stöndum vörð um félagafrelsi og rétt einstaklingsins til að skilgreina sig út frá hvaða forsendum sem vera skal - svo lengi sem sú skilgreining virðir frelsi annarra einstaklinga.

Lífsafstöðuhóparnir eiga margir erfitt með að fóta sig í mannréttindaumræðunni og krefjast  skerðingar á mannréttindum Péturs og Páls til að hafa skoðun á hommum, femínistum og múslímum.

Einfaldur hugarreikningur segir okkur að yrði pólitík lífsafstöðuhópanna ráðandi væri úti um samfélagsfriðinn. Eða sér einhver fyrir sér ríkisstjórn skipaða þingmönnum kosna af lista Hinseginflokksins, Femínistaframboðsins og Bræðralagi múslíma? Slík ríkisstjórn er óhugsandi einmitt vegna þess að lífsafstöðuhóparnir skilgreina sig þröngt og eru gagnkvæmt útilokandi á aðra samfélagshópa.

Regluleg stjórnmál, kennd við almennar stjórnmálastefnur eins og jafnaðarpólik, frjálsan markað, samvinnufélög og svo framvegis eiga undir högg að sækja, m.a. vegna þess að sátt er um meginatriði samfélagsgerðarinnar.

Stjórnmálaflokkar róa í auknum mæli á mið lífsafstöðuhópa, til að finna baráttumál sem eykur flokksmönnum eldmóð og skilar fylgi. Stundum er þetta gert með opnum stuðningi við tiltekna lífsafstöðuhópa, sbr. Besta flokkinn í Reykjavík og hinsegin fólk og Vinstri græna og femínista. Í öðrum tilvikum eru ný baraáttumál gerð að lífsafstöðupólitík viðkomandi flokks. Ýktasta dæmið er Samfylkingin sem gerði ESB-málið að trúarsetningu.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur starfa í þágu breiðfylkingar almennings. Þeir fara varlega í að gefa lífsstílspólitík undir fótinn. Það er skynsamlegt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ansi einfeldisleg skoðun þegar kemur að hommum og lesbíum. Samkynhneigð er ekki lífsstíll. Lífstíll er eitthvað sem fólk velur og þú velur ekki hvort þú fæðist gagnkynhneigður eð samkynhneigður. Það að fæðast inn í ákveðið trúfélag eins og er með þjóðkirkjuna eða Múhameðstrú er heldur ekki lífstíll sem fólk velur sér .

Jósef Smári Ásmundsson, 2.5.2015 kl. 14:30

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég held að Páll hafi ekki verið að gagnrýna lífsstílsskoðanir í sjálfu sér, heldur benda á að þær myndu aldrei geta orðið annað en einmitt það því hagsmunir þeirra - og lífsskoðanir - myndu aldrei virka í sameiginlegri hagsmunabaráttu, hvað þá samvinnu í stjórnarstöðu.

Kolbrún Hilmars, 2.5.2015 kl. 15:10

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um endurnýjun á kynningarstarfsemi Samtakanna '78 í grunnskólum er reyndar af sama meiði. Nú hef ég ekkert a móti því að samkynhneigð sé kynnt í kennsluefni um kynfræðslu, en það a að vera á grundvelli almennrar fræðslu og framkvæmt að þar til bærum kennurum.

Sama á við um óljós hugtök eins og "hatursorðræðu". Fræðsla um slík mál á að vera almenn og komi til þess að taka þurfi á einelti, þá á það að gerast á almennum nótum, því einelti er í eðli sínu af sömu rót.

Ragnhildur Kolka, 2.5.2015 kl. 15:11

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hvernig verður ein lítil úrfellingarkomma að "&#39" hérna á blogginu þínu Páll. Er einhver dulkóðun í gangi og ef svo er - hvað sagði ég eiginlega?

Ragnhildur Kolka, 2.5.2015 kl. 15:15

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ekki vildi ég vera samkynhneigður muslími í Vinstri Grænum  eða Samfylkingunni. Femínisma, bann við umskurði og bann við halal slátrun yrði hellt yfir mig af samflokksmönnum mínum úr ámum þroskaðs umburðalyndis flokksfélaga minna.

Þetta er ekki nein fræðigrein hjá þér, Páll Vilhjálmsson, en tilraun til að sýna okkur að "fermdir Íslendingar" eiga almennt, án hliðsjón af pólitískri stöðu, mjög erfitt með að setja sig inn í aðstöðu minnihluta, þó að meirihluti ykkar telji kannski í hæsta lagi 300.000 manns og sé í raun tæknilegur minnihluti (t.d. gagnvart Evrópu).

Þetta er alveg sér-sér íslenskt vandamál, og ég efa að nokkur úti í hinum stóra heim skilji það, nema ef þeir ýki öll vandamál eins og Íslendingar eru orðnir heimsmeistarar í, í kjölfarið á "hruninu".

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.5.2015 kl. 15:29

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta er svo köllu hommakomma, Ragnhildur. Það er greinilega ekki hægt að nota enska útfellingarkommu á Moggablogginu. Líklega vegna óþols á öllu erlendu, gæti ég hugsað mér. En í staðinn nota ég ´ , sem er sannkristin áherslukomma sem snýr til hægri, ættuð úr hellenskri menningu. Þekki einn sem notaði ¨ í staðinn og var kallaður nasisti.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.5.2015 kl. 15:38

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

' gengur bara ekki

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.5.2015 kl. 15:39

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

'79 - ekki alltaf

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.5.2015 kl. 15:40

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

En kannski ert þú bara með of afturhaldssama tölvu?? Nú reyni ég Andrew's og Andrew´s.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.5.2015 kl. 15:42

10 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ha, þetta er komið i lag, nema að Mogginn taki tillit til minnihlutakrafna minna um að allar kommur og sumir kommar séu jafnréttháir og bókstafir og bókstafstrúarfólk.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.5.2015 kl. 15:44

11 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Tek það fram, að ég er ekki á sömu töflunum og Steini Briem,bloggvinur Ómars Ragnarssonar, og bremsa hér mál mitt. Ragnheiður, ég get ekki útilokað að tölvan þín sé komin með kommuvírus.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.5.2015 kl. 15:47

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sniðugt.  Allaf verið að flækja málin.  Nú lesist "&#39" sem '
Svo er kvartað yfir því að lesskilningi fari hrakandi!  wink

Kolbrún Hilmars, 2.5.2015 kl. 15:52

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mín tölva er greinilega með einhverja uppity tilhneigingu líka - gæsalappirnar horfnar.  Skyldi broskallinn virka?  smile

Kolbrún Hilmars, 2.5.2015 kl. 15:56

14 Smámynd: FORNLEIFUR

 Berið virðingu fyrir þessu nýja nafni samtakanna. Enga mismunun hér og gagnkynþáttafordóma.

FORNLEIFUR, 2.5.2015 kl. 15:56

15 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Óneitanlega ákveðin vonbrigði ef tölvan hefur bara smitast af hommakommu-fóbíu eða bara kommavírus. Það hefði verið svo miklu ævintýralegar að vera innmúruð í Blechley Park-klúbbnum.

Ragnhildur Kolka, 2.5.2015 kl. 16:08

16 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ja, ef mín tölva er gengin í Bilderberg hópinn - þá fer hún á haugana!

Kolbrún Hilmars, 2.5.2015 kl. 17:19

17 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

„kommar“

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.5.2015 kl. 17:30

18 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

"kommar"

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.5.2015 kl. 17:31

19 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Greinilega ekki prédikaravæn heldurinnocent

Jósef Smári Ásmundsson, 2.5.2015 kl. 18:51

20 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ástæðan fyrir því að komman hjá þér breytist í fjóra stafi Kolbrún tengist stafa umbreytingu, stafurinn sem þú notaðir þekkist ekki í því stafasetti sem notast er við og því þarf að umbreyta því í eitthvað annað (ISO-8859-1), (&#39) er einmitt stafur nr 39 og &# þýðir að þessu á að umbreyta, en þessu er síðan ekki breytt aftur til baka í það stafasett sem er nýtt á blogginu og því kemur þetta eins og það gerði.

Því miður Vilhjálmur, þá tengist þetta ekki neitt íhaldssemi 8)

Halldór Björgvin Jóhannsson, 2.5.2015 kl. 19:15

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er engin vísndaleg sönnun til fyrir því um samkynhneigð, að hún sé meðfædd. Varla kemur það þó í veg fyrir, að því verði troðið í hausinn á hafnfirzkum börnum 6-15 ára.

Jón Valur Jensson, 2.5.2015 kl. 20:45

22 Smámynd: Loncexter

Allt sem er meðfætt, er til þess gert að halda mannkyni við.

Því getur samkynhneigð ekki verið meðfædd. Tilvik í dýraríkinu eru heldur ekki nein fordæmi fyrir því hvernig mannfólkið á að haga sínu lífi.

Loncexter, 3.5.2015 kl. 00:20

23 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er ekki alltaf verið að tala um að það sé of mikið af fólki í heiminum og að jörðin geti ekki fætt allan þennan mannfjölda.

Ef stjórnvöld alstaðar í heiminum væru með áróður fyir því að samkynhneigðir einstaklingar fengju meðlög eins og barnameðölg eða barnaorlofspeninga, þá kanski væri minna um barnseignir  í heiminum og jörðin getur fætt alla.

Alveg sjálfsagt að styðja að þvi að samkynhneigðir komi út úr skápnum eins fljótt og hægt er svo að þeir slysist ekki í barnseignir til að þóknast gagnkynjungum.

Samkynjungar ættu að fá 300 þúsund á mánuði fyrir að verða ekki feður eða mæður.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.5.2015 kl. 02:13

24 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Mikið eigið þið gott að það er bara tölvan.Hafi ég haldið að samskipti á bloggi&Facebook,væri fyrirbyggjandi þjálfun gegn "Zæmanum"er það jafn rangt og að samkynhneigð er ekki meðfædd. -- Hljómar svo sannfærandi með rökum vísindalega útlítandi Loncexter.-Væri bara ekkert að þessu nema af því að það er gaman.  þótt menn fái það óþvegið,þá er gráglettnin oft svo skemmtileg og vekur hlátur,já upphátt. Þannig var það ekki tölvan sem skipaði fyrir um að ég kallaði ehv.staðar Ómar/ESb,mann (nú man ég ekki hvers son) góðvin,sem átti að vera góðkunningi,líkt og löggan kallar þá sem þeir vilja hirta,að öðru leiti ekkert líkt. 

Helga Kristjánsdóttir, 3.5.2015 kl. 02:15

25 Smámynd: Skeggi Skaftason

Lífsafstöðuhóparnir eiga margir erfitt með að fóta sig í mannréttindaumræðunni og krefjast  skerðingar á mannréttindum Péturs og Páls til að hafa skoðun á hommum, femínistum og múslímum.

Kjaftæði.

Hvaða mannréttindi þín vilja Samtökin 78 afnema, Páll Vilhjálmsson?

Skeggi Skaftason, 3.5.2015 kl. 09:23

26 Smámynd: Loncexter

Það er rétt að samkynhneigðir fjölga lítið fólki á jörðinni. En fólksfjölgun getur verið vandamál. En hvað gerist ef jarðarbúum færi ört fækkandi. Verður samkynhneigð þá kannski bönnuð til að fólki fjölgi aftur ? Hver tæki að sér að setja á slíkt bann ? Allavega ekki obama.

Loncexter, 3.5.2015 kl. 12:04

27 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki get séð að það sé einhver hætta á að það yrði einhver krísa vegna fækkun fólks á jörðinni. Litum til Kína, eitt barn á fjölskyldu en samt eykst mannfjöldinn.

Hvernig Obama kemur að þessu máli á ég erfit með að sjá, enda er hans tími liðinn sem betur fer, hér í mínu nágrenni þá er sagt "Obama is a Has been, thank God."

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.5.2015 kl. 14:45

28 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nú hefur Kína leyft tvö börn á fjölskyldu.

Helga Kristjánsdóttir, 3.5.2015 kl. 16:14

29 Smámynd: Loncexter

Er þá bara ekki tilvalið að setja upp nýlendu fyrir samkynhneigða í kína ?

Þar er þó friður fyrir öfgakristnum.

Loncexter, 3.5.2015 kl. 19:57

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þvælan um vanlíðan samkynhneigðra vegna kristinna gengur út yfir allan þjófabálk. Samkynhneigðir taka flestir lítið mark á kristnum, hefur mér sýnzt, og það að bera litla virðingu fyrir áliti meintra andstæðinga sinna leiðir nú fæsta út í sjálfsvíg vegna þess álits.

Kristnir menn eru líklega sá hópur mannkyns, sem um þessar mundir er mest allra ofsóttur. Þrátt fyrir hatursmenn þeirra í hreyfingum eins og ISIS (Islamska ríkinu, sbr. t.d. HÉR! og HÉR! og jafnvel HÉR í Noregi!), al-Qaída, Boko Haram og síðast, en ekki sízt Al-Shabaab (sbr. fjöldamorðið nýlega í kenýskum háskóla), þá eru viðbrögð hinna ofsóttu sízt alls að fremja sjálfsvíg.

Svo er okkur ætlað að trúa því, að samkynhneigðir fremji sjálfsvíg vegna trúar kristinna á Biblíuna!!!

En slíkur málflutningur þjónar greinilega þeim tilgangi að þagga niður í kristnum mönnum rétt eins og öðrum sem voga sér að segja eða skrifa eitthvað sem ekki hentar hinum illa upplýsta pólitíska rétttrúnaði.

Jón Valur Jensson, 3.5.2015 kl. 20:26

31 Smámynd: Loncexter

Þetta er áhugavert Jón. En miðað við orðbragðið sem við Kristnu þurfum að þola á ýmsum vefsvæðum, er mesta furða að andlega hliðin hjá okkur standist hríðina. En eru til einhver samtök sem skyldu sinna okkar andlegu málum ef við þoldum þessar árásir illa ? Samtökin 108 kannski ?

Loncexter, 3.5.2015 kl. 21:52

32 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður! laughing

Jón Valur Jensson, 4.5.2015 kl. 11:34

33 Smámynd: Skeggi Skaftason

Jón Valur Jensson, þú ert nú kominn vel yfir sextugt er það ekki? Þú manst þá væntanlega hvernig samkynhneigðir höfðu það hér á landi fyrir svona 40 árum síðan. Ekki kannski ekki, það fór jú svo lítið fyrir þeim, þeir földu sig inni í skápnum. Nema Hörður Torfason, hann kom út og sagði sögu sína en hann var líka HRAKINN Á BROTT. Hann flúði land. Bókstaflega. Þú manst kannski ekki eftir því?

Tók kristin kirkja upp hanskann fyrir hann eða aðra homma eða lesbíur?? Nei aldeilis ekki. Prestar settu sig alfarið á móti t.d. giftingum samkynhneigðra allt fram að aldamótunum síðustu.

Skeggi Skaftason, 4.5.2015 kl. 18:05

34 Smámynd: Loncexter

Ég man ekki til þess að neinar prestar hafi staðið á bak við það að reka hann á brott.

Það var bara meðaljónin í samfélaginu sem hrakti menn eins og hann af skerinu. Kristin kirkja er ekkert að taka upp hanskann fyrir þetta fólk, enda samkynhneigð ekki upphafin í Biblíu á neinn hátt eins og flestir vita.

Ef almenningsálitið á að stjórna því hvað er rétt og rangt í Biblíu, er hætt við að Biblían verði skýrð Samúel eða Eros áður en við vitum af.

Það vita allir (?) hvert svoleiðis klámrit leiðir mannkynið. Bara beint í örlagafar Sódómu og Gómorru.

Yfir til þín Jón.

Loncexter, 4.5.2015 kl. 19:24

35 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Veit ekki til að prestar hafi sett sig alfarið á móti giftingum samkynhneigðra Skeggi Skaftason. Tel bara að þeir hafi hafnað þátttöku í athöfninni. 

Ragnhildur Kolka, 5.5.2015 kl. 13:21

36 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég þekkti sennilega Hörð betur en þú, Gervi-Skeggur, vann í hópi með honum a.m.k. eitt sumar, ef ekki fleiri, í Áburðarverksmiðjunni. Sízt varð ég var við að hann væri beittur neinu einelti, hann var einmitt maður með mikið sjálfstraust, hress með sig og alls ófeiminn, ólíkt mörgum unglingnum, en þetta var á unglingsárum beggja, hann þá e.t.v. eitthvað eldri en ég. Hörður var nær því að vera foringjatýpa heldur en hitt, og einn vinnufélaginn sótti eftir félagsskap við hann. 

Prestar voru ekkert að hnýta í samkynhneigða á þeim árum, það ég muni. Hitt var sjálfsagt af nokkrum þeirra (því miður of fáum) að taka afstöðu gegn giftingu þeirra, en það skilur auðvitað ekki trúleysingi eða andkristinn maður eins og Gervi-Skeggur.

Jón Valur Jensson, 6.5.2015 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband