Föstudagur, 1. maí 2015
Hálftími í strætó drepur samfylkingarfólk
Það eru óboðleg lífsgæði, segir bæjarfulltrúi Samfylkingar, að taka hálftíma strætó í lágvöruverðsverslun.
Staðkunnugir á Nesinu vita að það tekur 20 mínútur að ganga út á Granda og þangað hjólar maður á sjö mínútum. Þar eru þrjár lágvöruverðsverslanir.
Samfylkingarfólk ferðast ekki með strætó, og hvorki gengur það né hjólar. Samfylkingarfólk leggst á bakið og öskrar af frekju ef það fær ekki allt upp í hendurnar án þess að þurfa að dýfa þeim í kalt vatn.
Hálftíma strætóferð í lágvöruverðsverslun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eg held að það se enn bílfært á Nesið !!
Erla Magna Alexandersdóttir, 1.5.2015 kl. 15:37
Frá miðju byggðar á Seltjarnarnesi út á Granda eru 2,5 kílómetrar. Það er hálftíma ganga á röskum samfelldum gönguhraða. Þarf ekki "staðkunnugan mann" til að finna þetta út. Til eru undratæki sem heita kort og mælikvarðar.
Ómar Ragnarsson, 1.5.2015 kl. 17:27
Upplýsandi og málefnalegt innlegg hjá félagi Páli! Þú ert verðugur fánaberi okkar Framsóknarmanna! Meira svona!!
Rödd skynseminnar, 1.5.2015 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.