Miðvikudagur, 29. apríl 2015
Heildarhagsmunir í jafnlaunalandi
Ísland er jafnlaunaland, þótt ekki fái allir sömu laun. Jafnlaunaland erum við engu að síður þar sem launabil hæstu og lægstu launa er óvíða minna. Við kreppuna, þegar allir tekjuhópar þjóðfélagsins tóku á sig högg, var þess gætt að lægstu tekjuhóparnir yrðu fyrir sem minnstum skaða.
Samkvæmt greiningu Landsbankans vex kaupmáttur tekjulægstu hópanna hraðar en þeirra tekjuhærri. Það er staðfesting á ríkjandi jafnlaunahugsun.
Verkalýðshreyfingin, í gegnum eignarhald lífeyrissjóðanna, er í færum að viðhalda og tryggja framgang jafnlaunastefnunnar. En þá þarf verkalýðshreyfingin að vera ábyrg og horfa ekki til smáatriðanna heldur heildarhagsmuna.
Ýmis ummæli undanfarið, sem fallið hafa á vettvangi kjarabaráttunnar, eru til muna herskárri en ástæða er til. Launafólk á Íslandi býr við trygga atvinnu og vaxandi kaupmátt og er í öfundsverðri stöðu í samanburði við nærfellt öll Evrópulönd. Engu að síður er talað eins og hér sé staða launafólks ómöguleg.
Útspil Ólafíu B. Rafnsdóttur, formanns VR, um að gerður verði heildarkjarasamningur á vinnumarkaði er jákvætt skref í þá átt að þoka umræðunni í farveg sem veit á lausn en ekki deilur.
Heildarkjarasamningar byggðir á jafnlaunahugmyndafræði eru leiðin út úr verkfallsátökum síðustu vikna.
Milljarðar í verkfallssjóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hef ekki lesið betri rök fyrir Evrópusambandsaðild.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 30.4.2015 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.