Mánudagur, 27. apríl 2015
Já Ísland: ekki þarf samning til að taka afstöðu
ESB-sinnar skipuleggja sig í félagsskap sem heitir nafni til höfuðs tilgangi samtakanna, Já Ísland. ESB-sinnar halda löngum fram þeim málatilbúnaði að ekki sé hægt að taka afstöðu til þess hvort Ísland eigi heima í Evrópusambandinu nema fyrir liggi aðildarsamningur.
Í umsögn Já Íslands um tillögu vinstrimanna á alþingi um að endurlífga dauðu umsóknina frá 16. júlí 2009 er gríman felld og ESB-sinnar viðurkenna afstöðu sína
Já Ísland vill aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Þá liggur það það fyrir. Það þarf ekki að kíkja í pakkann, ekki heldur að sjá hvaða samningur fæst ti að taka afstöðu með eða móti aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Um leið og ESB-sinnar viðurkenna þessa nýju afstöðu kippa þeir fótunum undan fyrri afstöðu, sem var að án samnings væri ekki hægt að taka upplýsta afstöðu til ESB-aðildar.
Nema, auðvitað, að ESB-sinnar séu að játa á sig óupplýsta afstöðu. Og líklega er það tilfellið.
Málinu lokið af hálfu ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Maður sér þetta víða meðal kjána. Þeir neita til dæmis að taka afstöðu til dauðans fyrr en hann liggur fyrir (sjá; ríkisstjórnartíð Jóhönnu, Össurar, Steingríms). Kasta sér því út um glugga á 10. hæð trúandi því að þeir geti flogið. Neita að taka afstöðu til frelsis fyrr en það er horfið. Neita að taka afstöðu til sjálfstæðis fyrr en setið er í fangelsi og grátið er söltum tárum yfir brottkasti þess. Réttu orðin yfir svona fyrirbæri eru; afglöp, afglapar, afglapaveldi og þvaður.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 27.4.2015 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.