Sunnudagur, 26. apríl 2015
Grikklandsmánudagurinn nálgast; ásakanir um and-evrópsku
Grikkland skrapar botninn í leit ađ evrum ađ borga ríkisskuldir sem landiđ stendur ekki undir. Á fundi fjármálaráđherra evru-ríkja svarađi Schäuble, fjármálaráđherra Ţýskalands, spurningu fréttamanns um hvort áćtlun vćri til um Grexit, ţ.e. ađ Grikkland fćri úr evru-samstarfi: ,,ef ábyrgur ađili myndi segja já, slík áćtlun vćri til, ţá vitum hvađ myndi gerast," sagđi sá ţýski og vísađi til viđbragđa markađa. Hann bćtti viđ: ,,ef sá ábyrgi segđi nei, ţá vitum viđ ađ ţiđ mynduđ ekki trúa honum."
Á fundi fjármálaráđherrana á föstudag bar minna á viđtengingarhćtti. Gríski fjármálaráđherrann, Varoufakis, var sakađur um kunnáttuleysi, ađ sólunda dýrmćtum tíma og blekkingar.
Blađamenn Die Welt segja niđurstöđu fjármálaráđherra evru-ríkjanna ađ unniđ verđi ađ Grexit. Samhliđa útgönguáćtlun fyrir Grikkland er vilji til ađ styrkja miđstýringu evru-svćđisins og koma í veg fyrir annađ grískt ástand.
Áćtlanir um aukna miđstýringu steyta á ţví skeri ađ enginn pólitískur vilji er í evru-ríkjunum ađ auka sameiginlega ábyrgđ, t.d. međ einum atvinnuleysissjóđi fyrir allt evru-svćđiđ eđa međ útgáfu sameiginlegra evru-skuldabréfa.
Miđstýrt evru-fjármálaráđuneyti í Brussel, sem eingöngu vćri međ refsivald en ekki fjárráđ til ađ miđla fjármunum á milli evru-ríkja, vćri í reynd skattaeftirlit en ekki fjármálaráđuneyti.
Evrópusambandiđ stendur frammi fyrir djúpri gjá milli veruleika veiks evru-samstarfs og óskhyggju um ađ evru-ríkin höguđu sér eins og heildstćtt ţjóđríki.
Fjármálaráđherra Slóveníu spurđi ţann gríska Varoufakis á fundinum á föstudag hvort ekki skyldi unniđ ađ varaáćtlun, ef Grikkland yrđi gjaldţrota. Svar Varoufakis var ađ ásaka slóvenska starfsbróđur sinn um ađ vera ,,and-evrópskur."
Ţegar raunsći er orđiđ ,,and-evrópskt" er illa komiđ fyrir Evrópusambandinu.
Ganga í sjóđi opinberra stofnana | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.