Miðvikudagur, 22. apríl 2015
Viðskiptaráð: Samfylkingin elur á óvild í samfélaginu
Samfylking er ekki flokkur sátta og samstöðu heldur óvildar og sundurlyndis. Viðskiptaráð segir í tilkynningu um ályktun Samfylkingarinnar:
Auk fjölmargra rangfærslna er orðalag ályktunarinnar á þann veg að alið er á óvild og þannig dregið úr líkum á lausn kjaradeilna.
Samfylkingin vinnur skipulega gegn samfélagsfriðnum og nýtir hvert tækifæri til að kveikja ófriðarbál og talar af vanþekkingu um kjaramál, líkt og rakið er í frétt Viðskiptaráðs. Engu er fylkt saman í Samfylkingu heldur leiðir þar heimskur hatursfullan.
Saka Samfylkinguna um rangfærslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Viðskiptaráð er sem sagt orðið að miðstöð hinnar mestu visku í efnahagsmálum. Kjör hinna lægst launuðu hafa sem sagt farið batnandi og engin ástæða til neinnar kjarabaráttu, enda þeir, sem tala máli láglaunafólks að "ala sem mest á ófriði með rangfærslum."
Ómar Ragnarsson, 22.4.2015 kl. 19:30
Það er nú sitt hvað að tala máli láglaunafólks,en ýkja með orðalagi "dauðans".
Helga Kristjánsdóttir, 23.4.2015 kl. 01:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.