ESB breytir reglum vegna ónýtu ESB-umsóknarinnar

Evrópusambandið verður að breyta verkferlum sínum vegna umboðslausu ESB-umsóknarinnar sem Samfylking og Vinstri grænir sendu frá Íslandi 16. júlí 2009. Í fundargerð ráðherraráðsins er sagt að

,,ráðið taki mið af íslenskri stöðu mála og muni gera breytingar á vinnulagi ráðherraráðsins vegna aðlögunarferlisins inn í ESB." (The Council, taking note of the Icelandic position, will consider certain further practical adjustments to the EU Council working procedures on the EU accession negotiations.)
 
Evrópusambandið er ekki vant því að þjóðir geri bjölluat í Brussel með því að henda inn umsókn sem engin alvara er á bakvið. En einmitt það gerðu Samfylking og Vinstri grænir sumarið 2009.

mbl.is ESB bregst við bréfi stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Gott að þú lést frumtextann fylgja með, Páll. 

Þú segir "muni gera breytingar" en ef þú lest frumtextann betur sérðu um leið að þýðingin á að vera "muni taka til athugunar/íhuga" að gera frekari breytingar.  

Wilhelm Emilsson, 21.4.2015 kl. 20:33

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þegar ráðherraráðið segir, ,,will consider" í fundargerð, er ekki um það að ræða, Wilhelm, að það ætli að íhuga eitthvað, pælingar eru ekki bókaðar á svona fundum, heldur hitt að það verði að grípa til ráðstafana. Það er á hinn bóginn ekki tilgreint hverjar þær ráðstafanir verði.

Páll Vilhjálmsson, 21.4.2015 kl. 20:49

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Wilheld Emilsson - Ekki skil ég beint neinn grundvallarmun á þessu tvennu  

"Muni gera breytingar" - eða -

"Muni taka til athugunar/íhugunar að gera frekari breytingar"

Orðhengilsháttur Brussel manna er með miklum endemum !

Reyna að hafa þetta sem loðnast -

Réttast hjá okkur að gefa þessum endemis loddurum langt nef og þó fyrr hefði verið ! 

Gunnlaugur I., 21.4.2015 kl. 20:53

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svona af því að menn eru alltaf að tala um að við höfum gert bjölluat í Brussle og engin þjóð sæki um án þess að mikill meirihluti landsmanna vilji það fyrir, þá finnst mér rétt að benda á eftirfarandi:

    • Þar til að úrslit lágu fyrir í kosningum um samning Svía um inngöngu sögðu allar spár að Svíar myndu fella samninginn! En að lokum var hann samþykktur með um 52% af greiddum atkvæðum.

    • Malta skiptist algjörlega í tvo flokka varðandi inngöngu og lengst af voru þeir flokkar í minnihluta sem vildu sækja um aðild að ESB.

    • Það var talið víst 1991 að Norðmenn myndu samþykkja aðildarsamning en hann var naumlega feldur!

    • Finnar voru reyndar nokkuð ákveðnir í inngöngu.

    • En yfirleitt eru þjóðir klofnar í þessum málum. Það er svo þegar þær sjá samningin sem flestar nema Norðmenn samþykkja samninginn!

    • Ýmsir ráðmenn í austur Evrópu börðust hart gegn inngöngu í ESB. T.d. forsetar gegn ríkisstjórnum og þessháttar.

    • Þegar við sóttum um var Samfylkingin vissulega með þetta á stefnuskrá sinni. En Framsókn var líka með umsókn á sinni stefnuskrá skv. landsfundarsamþykktum sem gengu út á umsókn gegn ströngum skilyrðum sem öll voru sett í álytkun Alþingis um að senda inn umsókn.  Þessu er margir búnir að gleyma en ég á videó með Vigdísi Hauksdóttur í kosninga þætti þar sem hún segir að þetta séu samþykktir flokksins og hún samþykki þæær. Eins voru fleir sem vildu sækja um. Held að bullið um að það haf verið Samfykingin ein sem stóð að þessu sé nú bull. En eftir á að hyggja þá hefði verið sniðugt að fá þjóðaraakvæði um þetta þá strax því þá væri hægt að núa Framsókn og Sjálfstæðismönnum nú því um nasir að vera að fara gegn þjóðarakvæði.

    Fannst bara rétt að nefna þetta.

    Magnús Helgi Björgvinsson, 21.4.2015 kl. 23:19

    5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

    Það sem er aðalatriðið við þessa bréfauppákomu stjórnvalda, og held að fáir átti sig alveg á því, að þar kemur alveg skýrt fram, óbeint, að stjórnvöld vilja ekkert og ætla sér ekkert að draga aðildarumumsókn til baka.  Ef þeir hefðu ætlað það, - þá hefðu þeir gert þetta allt öðruvísi.

    Þeir vilja ekki draga til baka sem sagt og í staðinn er farið í þennan furðulega leik sem er frekar ófyndinn og mjög vandræðalegur fyrir Ísland.

    Þessi utanríkisráðherra virkar soldið sem bara spaugari.  Veikir Ísland.

    En þetta skiptir samt engu eða sáralitlu máli í heildarsamhengi. Þegar þessi ríkisstjórn hefur hrökklast frá völdum með skömm og fær dóminn:  Versta ríkisstjórn Lýðveldissögunnar o.s.frv., - nú, þá bara endurvekur næsta ríkisstjórn aðildarviðræðurnar og haldið verður áfram þar sem frá var horfið.

    Það er ekki hægt að koma í veg fyrir að aðildarviðræður verði kláraðar, samning uppá borð og kosning þar um.  No way to stop it.

    Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.4.2015 kl. 23:43

    6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Sæll Maggi,það er nú ekki margt sem þarf að minna okkur á,eins og atriðin sem þú nefnir eftir inngang þinn.En það væri full ástæða til að minna "ykkur"á það sem ESb tekur svo eftirminnilega fram,en var aldrei kynnt af ríkisstjórn Samfylkingar: "The term of negotiation,can be misleading"osfrv.--  Nei, Maggi þeim grefli er ég ekki búin að gleyma og eðlilegt að stjórvöld leytuðu góðra ráða,eftir slíkt allsherja Hrun. Annar tveggja stj.flokka leytaði ráðgjafar hjá einum þeim þekktasta í þeim efnum. 
         
    Ómar, þessi umboðslausa ESb-umsókn er með löngu útrunnið  haffærisskírteini.Þessi flatbytna siglir ekki meir,enda neglan farin úr henni,þar með sekkur hún í ómynnið með blekslettum og fingraförum.Farvell. 

    Helga Kristjánsdóttir, 22.4.2015 kl. 01:20

    7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Æ- Óminnið,jafnvel óminnisdjúpið

    Helga Kristjánsdóttir, 22.4.2015 kl. 01:56

    8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

    Páll, "will consider" þýðir "will consider." Málið er ekki flóknara en það. Ég veit að þú skilur þetta. Ekki reyna að telja fólki trú um annað. 

    Gunnlaugur, já, þetta er vissulega loðið svar. En auðvitað skilur þú muninn á "muni gera breytingar" og "muni taka til athugunar/íhuga" að gera frekari breytingar.  

    Wilhelm Emilsson, 22.4.2015 kl. 03:28

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband