200% bankabónusar og séríslenskir bankamenn

Í frétt Viðskiptablaðsins segir

Samkvæmt núgildandi reglum má hlutfall kaupauka ekki vera hærra en 25% af föstum árslaunum starfsmanns en í tilskipun ESB getur hlutfallið verið 100% af föstum starfskjörum auk þess sem hluthafafundi fjármálafyrirtækis er heimilt að hækka það upp í 200%. Ekki er gert ráð fyrir að hlutfallinu verði breytt í frumvarpinu.

Bankafólk er hvað hæstlaunaði launþegahópur á Íslandi. Bankar eru jafnframt í þeirri lykilstöðu að búa til peninga með útlánum og setja allt efnahagslífið í uppnám riði þeir til falls, líkt og gerðist í hruninu.

Rök bankamanna fyrir því að fá allt að 200 prósent bónus ofan á rífleg laun er að ekki megi setja ,,séríslenskar" reglur um kjaramál bankafólks.

Líklega vegna þess að séríslensku bankamennirnir eru svo eftirsóttir erlendis og það yrði samfélagsskaði að missa þá úr landi.

Eða þannig.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hvers vegna bónusa? Er ekki bara hægt að borga þessu fólki mannsæmandi (sic) laun?

Ragnhildur Kolka, 10.4.2015 kl. 15:45

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það versta við Íslenska banka er að það er búið að læsa okkur föst við þá svo við komumst hvergi.  Við fáum enga vexti, við bara borgum þá.  

Það erum við sem fóðrum þessa gráðugu banka púka sem aldrei fá nóg og þurfa helst að fá styttri vinnuviku svo helgin fari ekki öll í að telja eigin peninga.

Það þarf ekkert rakettu próf til að vinna í banka, Sæmilega lipur stelpa dugar og hún þarf ekki að hafa meiri greind en Jóhanna S. Sem veit ekkert tilhvers samstaða er, og þaðan af síður hvað þjóðarvilji er og er siðblind. Bankamenn þurfa ekkert endilega að vera siðblindir en það hjálpar.  

Hrólfur Þ Hraundal, 10.4.2015 kl. 17:03

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Bónusar ofaná laun eru vel þekktir í íslensku atvinnulífi. Flestir sem eitthvað þekkja til vita að þeir eru n.a. nokkuð algengir í fiskvinnslu. Þá eru sett viðmið og síðan mælt hversu duglegur hver starfsmaður er. Eftir þeirri mælingu fær hann síðan greiddan bónus ofan á sín föstu laun.

En hvaða viðmið eru fyrir bankamenn? Hvað er hægt að mæla þar, svo dugnaður hvers og eins verði metinn? Er það dugnaður við að koma sem flestum lánum á almenning, svo bankinn fái dafnað? Er það dugnaður við að rukka inn þessi lán og sá sem harðast gengur fram gegn lántakendum fái stæðstann bónusinn?

Bónusar á laun eru í sjálfu sér ágætir, en þá þarf líka að vera einhver viðmið til mælinga á dugnaði hers og eins. Hitt er auðvitað hreinlegra, að hafa launin bara hærri og vingsa síðan út það fólk sem ekki vinnur fyrir þeim launum.

Laun bankafólks eru þegar nokkuð há hér á landi, hvort sem viðmið er við erlenda bankamenn eða aðrar launastéttir hér á landi. Því er eingin ástæða til að hækka laun þessa hóps frekar, þó tekin yrði upp sú leið að fórna þeim sem ekki skila sinni vinnu.

Gunnar Heiðarsson, 11.4.2015 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband