Fylgi Pírata er sjúkdómseinkenni samfélagsins

Í skoðanakönnunum eru Píratar stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Pólitík Pírata er á huldu og þeir greiða ekki atkvæði á alþingi, þ.e. þeir taka ekki afstöðu, nema í undantekningatilfellum.

Engu að síður eru Píratar með skoðun á öllu milli himins og jarðar og eru þaulsetnir í ræðustól alþingis - þeir bara þora ekki að taka afstöðu með þvi að greiða atkvæði.

Í samfélaginu eru tröllauknar skoðanir á stóru og smáu og enginn skortur á fólki að útvarpa þeim skoðunum sí og æ.

En þeir eru færri sem axla ábyrgð, fylgja skoðunum sínum eftir og eru tilbúnir að standa og falla með þeim.

Fylgi Pírata er í hlutfalli við ábyrgðalausa fólkið í samfélaginu; fólkið sem gerir kröfur en ætlast til að aðrir standi undir þeim en ekki það sjálft.


mbl.is Tjá sig um mál en kjósa ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Þú ert ósanngjarn Páll í garð Pírata enn og aftur. Villt þú að fólk greiði já eða nei athvæði, án þess að vita í hörgul um hvað málið sníst, nei varla! Og hvað á þá að gera, taka framsjalla kostninguna á það, gera eins og fólki er sagt að gera, villtu það í alvöru? eða er þetta enn ein pillan frá þér sem missir marks, og gerir þig að atlægi. Páll þú ert vitrari en það, það veit ég!!!

Jónas Ómar Snorrason, 7.4.2015 kl. 20:58

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Gjá sig um mál en kjosa ekki" - og - "greiða atkvæði í undantekningartilfellum," - hvort tveggja er rangt. Talan sem nefnd er er ca 55% hjáseta á móti 45% sem þeir greiða atkvæði. 

Ómar Ragnarsson, 7.4.2015 kl. 22:39

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Piratar fengu að tjá sig um þetta í þjóðar fjölmiðlinum í kvöld. Kapteinninn taldi varla skipta máli,hvort þau ýttu á gula,græna ellegar rauða takkan í kosningu um mál flutt af ríkisstjórnar þingmönnum,þeir hefðu meirihluta og tillaga þeirra yrði því samþykkt. Líklega er pólitík Pírata hvað skírust í skoðuninni um að semja nýja Stjórnarskrá. Esb vissi að án nýrrar yrði vonlaust að halda þessum upptökum á þeirra regluverki áfram.Kapteinninn,sem hafði árin með Hreyfingunni,séð og hneykslast á fremferði Jóhönnu í ákafanum að hneppa landa sína í ,ánauð,hefur greinilega skipt um skoðun,enda varði Hreyfingin hana falli. Ég sé ekki að þeir hefðu getað allt sem Sigmundur og Bjarni hafa áorkað,enda þess gætt að nefna það aldrei.-- Það var óvarlegt að fara á síðustu stundu að kaupa í páskamatinn,það var nánast allt kjöt uppselt,fólk hefur það gott,hvergi betra en á Íslandi.   

Helga Kristjánsdóttir, 8.4.2015 kl. 00:16

4 Smámynd: Snorri Hansson

Ég hélt að sjálft  líðræðið byggðist á því að meiri hluti kjörinna þingmanna  réði.

 Síða heyri ég ræðu pírata um að það sé  alger misskilningur  og fær alveg dúndur undirtektir ! ?

 Hef ég eitthvað ruglast  eða  getur einhver útskírt málið ?

Snorri Hansson, 8.4.2015 kl. 01:42

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Píratar eru nú sem betur fer lausir við fyrrverandi Seðlabankahagfræðinginn Þór Saari.

Gaurinn Saari sem var fyrst og fremst bókstafsáhugamanna-bindisleysis frumkvöðullinn eftir hrun. Það var hans fyrsta kröfumál eftir að hann komst á þing eftir hrun, að hann þyrfti ekki að mæta með bindi á þing?

Forgangsröðun hans var meir en lítið merkilegt rannsóknarverkefni?

Skrýtinn gaur hann Þór Saari.

Gott að Birgitta og co eru laus við þann Borgarahreyfingar-sjávarútvegsspillingar-verndara "stóru strákanna".

Saari-gaurinn sem var í raun og veru bara fyrrverandi hagfræðiráðgjafi frá svikulu spillingarplani innan Seðlabanka Íslands?

Fjölmiðlar á Íslandi fá að sjálfsögðu ekki að fjalla opinberlega um hlutverk Þórs Saari, í öllu Seðlabankakúgunar-leikritinu!

Ísland er þöggunarríki bankaræningja/eiturlyfjamafíunnar nafnlausu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.4.2015 kl. 01:44

6 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Snorri, þér er tíðrætt um lýðræði, en málið er að á Íslandi er slæmt lýðræði, það var reynt að breyta því, en þú og þínir líkar vildu það ekki, en samt vildu 2/3 þjóðarinar breyta. Er það ekki meirihluti???

Jónas Ómar Snorrason, 8.4.2015 kl. 08:41

7 Smámynd: Jón Ragnarsson

Og sjúkdómurinn er Sjálfstæðisflokkurinn. 

Jón Ragnarsson, 8.4.2015 kl. 14:11

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Öfgasýki er illæknanleg,þegar öfundin keyrir um þverbak,herra Jón.

Helga Kristjánsdóttir, 9.4.2015 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband