Mánudagur, 6. apríl 2015
Samfylking auglýsir eftir uppreisn gegn góðæri
Varaþingmaður Samfylkingar til skamms tíma, Margrét Kristmannsdóttir, hvetur ungt fólk til uppreisnar með pistli á ESB-útgáfunni Hringbraut. Vefritið Kjarninn tekur undir uppreisnarheróp Margrétar, enda Kjarninn samfylkingarútgáfa.
Og hver eru rökin fyrir uppreisninni? Gefum Margréti orðið
Við ungu kynslóðinni blasir við mjög einföld sviðsmynd sem sýnir að valið stendur á milli þess að taka verðtryggð fasteignalán með +/- 4% vöxtum eða óverðtryggð lán með +/- 8% vöxtum.
Þegar vextir eru á bilinu 4 til 8 prósent þá þýðir það kröftuga eftirspurn í hagkerfinu eftir lánsfé. Enda er það svo að íslenska hagkerfið er á fullum dampi, með traustan hagvöx og nær ekkert atvinnuleysi.
Hagkerfi evru-ríkjann, en þangað inn vill Samfylking, er með lága vexti og jafnvel mínus vexti, einmitt vegna þess að hagvöxtur er þar lítill sem enginn og atvinnuleysi í tveggja stafa tölu. Mannúðarsamtök stóðu fyrir úttekt á hagkerfi ESB-ríkjanna og segja að fjórðungur íbúanna eigi í erfiðleikum að framfleyta sér.
Einu sinni var sagt um Samfylkinguna að þangað hafi safnast það fólk sem minnst hefði vit á efnhagsmálum. Margrét og Kjarninn staðfesta að engu er logið upp á samfylkingarfólk þegar efast er um að kunni eitthvað fyrir sér í undirstöðuatriðum efnahagsmála.
Stjórnmálaflokkur sem vill uppreisn gegn góðæri og krefst innleiðingar hallæris er kominn á slíkar villigötur að ekki tekur tali.
Athugasemdir
Svona rétt að benca þér á að Margrét er ekki talsmaður Samfylkingarinnar. Hún skrifar þetta undir eigin nafni! Þannig að fyrirsögn þín stenst ekki! Þó er ég reyndar sammála Margréti!
Magnús Helgi Björgvinsson, 6.4.2015 kl. 10:23
Í hverju felst þetta góðæri sem þú minnist á Páll? Eða ertu að tala um sérhagsmunaöflin, sem stjórna núverandi stjórnarflokkum, rakandi að sér auðæfi þjóðarinar, að þar sé góðærið? Þú verður endilega að útskýra fyrir þeim, sem vilja vita hvar þetta góðæri er og í hverju það felst!!!
Jónas Ómar Snorrason, 6.4.2015 kl. 10:27
Lopateygja Magnús minn!
Helga Kristjánsdóttir, 6.4.2015 kl. 12:26
Heyr heyr kæri Páll.
Innlegg Magnúsar og Jónasar lýsa því vel hversu rétt þú greinir þetta einsmálsfylkingarlandssölulið.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.4.2015 kl. 12:42
Við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að Margrét Kristmannsdóttir, kaupmaður, var þar til fyrir skömmu formaður samtaka verslunar og þjónustu. Á þeim vettvangi barðist hún hart fyrir aðildarferlinu, enda ljóst að verslunin er sennilega ein örfárra stétta í landinu sem mun hagnast á ESB aðild og það rausnarlega.
Gunnar Heiðarsson, 6.4.2015 kl. 13:03
Nú er búið að aflétta ÖLLUM gjaldeyrishöftum á Kýpur. Stór frétt, en engin til að fjalla um það af "stór gúglurum".
Jónas Ómar Snorrason, 6.4.2015 kl. 13:12
@Jónas. Já það tókst að aflétta gjaldeyrishöftum á Kýpur með því að skuldsetja 500.000 manna þjóð fyrir 10 milljörðum Evra. Það er svipuð lausn og Samfylkinging hefur barist fyrir sem lausn á vanda Íslands þ.e.a.s. að borga út snjóhengju krónur með því að taka lán í Seðlabanka Evrópu og gera þar með vanda fjármagnseigenda að vanda skattgreiðenda.
Benedikt Helgason, 6.4.2015 kl. 13:31
Tókst Benedikt. Höftin voru sett á 2013, þegar ljóst var að bankar stóðu ekki undir þeim vöxtum á innlánum sem lofað var. Ekki ósvipað og Icesave. Vandamálið þar, er eins og hér og víða, ríkið er í ábyrgð, og hver borgar á endanum, skattgreiðendur meðan ríkið er í ábyrgð. Þú talar eins og þetta sé einsdæmi. Að hluta til er Kýpur einsdæmi í Evrópu, hvað varðar sem í daglegu tali er nefnt "skattaparadís" langaði ekki framsjöllum svo óendanlega mikið til þess að Ísland yrði eithvað svipað, man ekki betur. Vildu eiginlega líka gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð, en þú ert kannski búinn að gleyma því. En sem sagt, Kýpur er laust við höft, meðan Ísland verður þar næstu ár eða áratugi í einhverri mynd. Annars voru höftin ekki meiri en svo, að almenningur og fyrirtæki máttu ekki millifæra meira en 20.000 evrur á erlenda reikninga.
Jónas Ómar Snorrason, 6.4.2015 kl. 15:48
Alltaf sama þvælan sem vellur upp úr sumum. Benedikt fólksfjöldi Kýur er 1.141.000 árið 2013 hvar fékkstu þessi 500.000?
Jónas Ómar Snorrason, 6.4.2015 kl. 16:18
það er auðvitað kolómögulegt að land gefi sig út fyrir að vera skattaparadís ef þar ríkja jafnframt gjaldeyrishöft.
Aflétting haftanna á Kýpur nú eiga eflaust sína skýringu!
Kolbrún Hilmars, 6.4.2015 kl. 17:27
Kolbrún, nærðu ekki samhenginu, sem er það, að áður en bankar fóru í þrot var Kýpur skattaparadís. Eftir að Kýpur setti á höft, getur það varla hafa haldið áfram. Nú er búið að aflétta höftum, þannig að framtíðin ein segjir okkur hvað verður. Skýringin á afléttingu haftana hjá þeim hlítur að koma í ljós, en væntanlega þar eins og á Íslandi og víðar, þá munu skattgreiðendur borga brúsann að stærstum hluta, þar sem ríkisábyrgð er á innlánum. En þú veist þetta allt saman ekki satt???
Jónas Ómar Snorrason, 6.4.2015 kl. 18:56
Jónas, ertu að segja að innlánin á Kýpur séu töpuð? Og að þarlendir skattgreiðendur borgi brúsann nú þegar höftunum er aflétt?
Ef þú veist betur en ég, þá er ég opin fyrir upplýsingum...
Kolbrún Hilmars, 6.4.2015 kl. 19:06
Jónas
Það om nú á daginn í hruninu að ríkisábyrgð er ekki á innlánum - það er í EES tilskipun beinlínis bannað - gersamlega óheimilt - að hafa ríkisábyrgð á innlánum. Um hvað ertu að tala ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.4.2015 kl. 20:11
Þið eruð fyndin Kolbrún og Predikari, vitið bara ekki neitt, liggur við að þið séuð bara í sjokki yfir staðreyndum. Málið er þetta, kýpverskir bankar hétu í kring um 5% ávöxtum á innlánsfé, árum fyrir 2013. Vegna þess að landið lagði sig upp sem "skattaparadís" og að ríkisábyrgð væri á innlánum, ekki ósvipað og var með Icesave, sjáið einnig athugasemd Benedikts Helgasonar að ofan, sem staðfestir að skattgreiðendur borgi þetta 10 miljarða evra lán Kýpur. Hvers vegna ætti Kýpverskir skattgreiðendur að borga þetta, nema að Kýpur hafi verið í ábyrgð, normalt, en ekki eðlilegt! Þetta sýnir einfaldlega það, að fjármálastofnanir eru, hverrar tegundar sem þær eru, eiga að lúta mjög ströngu aðhaldi, og einungis ef einhverjar, eigji að fá stimpil sem ríkistryggðar, helst á ríkið ekki að koma nálægt ábyrgð á nokkurn hátt að fjármálastofnunum, nema í eigin eigu, en með ströngu, trúið mér mjög str0ngu aðhaldi, en sanngjörnu!!!
Jónas Ómar Snorrason, 7.4.2015 kl. 00:41
Jónas
þú veist greinilega ekkert hvað þú ert að tala um gagnvart ríkisábyrgð - ég mataði þetta nánast ofan í þig fyrr.
EES krafðist algers banns við ríkisábyrgð á innistæður ! Það var leitt í lög vegna kröfu EES/ESB löngu fyrir hrun.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.4.2015 kl. 00:46
Ok Prdikari, ef þú ert þessi smart ass, þá hef é 2 spurningar til þín:
1. Fyrir hvern andsk. er þá kýpverska ríkið að taka lán fyrir???
2. Hvers vegna voru íslensk stjórnvöld að tryggja innistæður við hrun??
Jónas Ómar Snorrason, 7.4.2015 kl. 01:37
Kýpverjar eru að þóknast ESB líklega.
Það var sérstök álvörðun ríkisstjórnarinnar og Alþingis hér.
Innistæðutryggingalögin banna ríkisábyrgðð á innistæðutryggingasjóðnum að kröfu EES/ESB á sínum tíma.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.4.2015 kl. 01:40
Líklega!!! Þannig að viska þín er byggð á líkindum, en ekki staðreyndum Predikari. Líklega var Jesús krossferstur, enda var það almenn aftökunaraðferð þess tíma. Í Rúmeníu var almenn aftökunaraðferð á tímum Vlad Dracula að stinga fólk, stinga staur frá rassi til baks, og hanga þannig. Hvorn dauðadóm myndir þú óska þér???
Jónas Ómar Snorrason, 7.4.2015 kl. 12:09
Jónas.
Haltu þig við efnið. Ég sagði þetta með Kýpur af hyggjuviti út frá því sem þú hefur sagt, sem og vitneskju um lög sem við tókum að kröfu EES/ESB þar sem ég hef ekki kynnt mér sjálfur Kýpurmálið - enda kemur það í sjálfu sér okkur ekki neitt við umfram að þeir búa við sömu lagakröfur og við vegna innistæðutryggingasjóðs.
Reyndu að hemja þig því þetta er ekki að laga fávísi þína sem fyrr er nefnd um innistæðutryggingalöggjöfina.
Eftir stendur að þú ert uppvís af því að hafa ekki vit á þessu máli Íslands megin.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.4.2015 kl. 14:06
Sammála Predikari, ég hef lítið vit á innanlandsmálum, hver hefur það svo sem. Hitt er staðreynd. Ísland hefur frá 2008 verið í höftum, og mun vera um ókomin ár, aðallega vegna krónunar. Ísland trygði ALLAR innistæður í bönkum við fall þeirra, þú fræðir mig kannski hversu margir miljarðar skattgreiðendur létu þar af hendi rakna. Aðalmálið er þetta, Kýpur er ekki lengur í höftum eins og íslendingar, segjir það þér ekkert um gang mála á Íslandi?
Jónas Ómar Snorrason, 7.4.2015 kl. 20:47
Jónas Ómar Snorrason,ég ætla að reyna að svara þessu á þann hátt að þú skiljir.
Við sem kusum þá flokka sem eru við völd þessa stundina viljum með öllum ráðum halda í sjálfstæði þjóðarinnar.
Ríkisstjórnin er búin að ráða fjölda vandaðra manna til að leggja gríðarlega vinnu í að undirbúa losun haftana á sem vandaðastan máta.
Við vonum að það gangi farsælega.
Þið sem viljið að allt fari til fjandans bíðið sömuleiðis og vonið.
Snorri Hansson, 8.4.2015 kl. 02:15
Ég verð að viðurkenna það hreinskilslega fyrir þér Snorri, að ég er engu nær, nema að vita að þú kaust annan hvorn flokkinn, sem er við stjórn. Spurningin er bara þessi, þú kannski svarar á mannamáli, eru Danmörk, Þýskaland, Holland, Belgía, Svíþjóð ofl. þá ekki sjálfstæð ríki??? En hvar byrjar, og hvar endar sjálfstæði einnar þjóðar? Þjóðar, sem á allt undir sem nánustu sambandi við önnur ríki, sérstaklega viðskiptalega. Svo er auðvitað ein mikilvæg spurning, hvar heftst þitt sjálfstæði, og hvar líkur því. Hefst kannski þitt sjálfstæði með því að taka undir kröfu sérhagsmunafla sem engu vilja breyta, því það hentar ÞEIM ekki, er það þá eithvað sem hentar þér ekki heldur. Spurningin er Whats in it for me? Með óbreyttu ástandi er það sem er in it for you, er lág laun, ofurvextir, ótryggt efnahagsástand ofl. ofl. þetta er staðreynd, bara það að fólk fari fram á lágmarkslaun upp á 300.000 á mánuði, þá vilja sumir ykkar halda því fram að Ísland umhvolfist efnahagslega, samt er vel vitað, að það varla dugi fyrir eðlilegri framfærslu, er þetta það sjálfstæði sem þú og þínir vilja??? Það er marklaust að sífellt gaspra um sjálfstæði, en á sama tíma geta ekki staðið undir því, nema með niðurnjörfun fjölda fólks, sem á mjög erfitt með að láta enda ná saman, hafa ekki aðgang að eðlilegri heilbrygðisþjónustu, að ekki sé minnst á færsla auðlinda þjóðarinar til örfárra aðila, er þetta þitt sjálfstæði? Nei Snorri, þú segjir mér ekki neitt, sem ég vissi ekki áður. Ég segji það enn og aftur, og láttu þér ekki detta það í hug, að ég óski mér áframhaldandi höft, en hvernig ætlar þú að snúa túlipana gjaldmiðli til hins betra, það vill engin sjá þessar aumu krónur ykkar afturhaldsseggjana, sama hvað mikið þið viljið!!!
Jónas Ómar Snorrason, 8.4.2015 kl. 08:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.