Leifturstjórnmálin leika vinstriflokka grátt

Leifturstjórnmál er ađ grípa fylgisgćsina ţegar hún gefst; sćkja um ESB-ađild án undirbúnings, breyta stjórnarskránni, stofna nýjan flokk (Björt framtíđ), fá Pírata til ađ leiđa kosningabandalag eđa Jón Gnarr í frambođ.

Leifturstjórnmál eru pólitísk unglingaveiki ţar sem sannfćringunni er skipt út međ táfýlusokkum gćrdagsins.

Leifturstjórnmál eru ćr og kýr Samfylkingar enda er flokkurinn ekki stofnađur á grunni hugsjóna heldur valdeflingar vinstrimanna. Í hruninu, ţegar ţjóđin leitađi logandi ljósi ađ smeđjulegasta snákaolíusölumanninum, náđi Samfylkingin háflugi og fékk tćp 30 prósent fylgi í kosningunum 2009.

Fjórum árum eftir stórsigurinn skildi Samfylkingin eftir sig sviđna jörđ: ónýta ESB-umsókn, ónýtt stjórnarskrárfrumvarp og örverpiđ Bjarta framtíđ. Í kosningunum 2013 fékk Samfylking 12,9% fylgi og hjakkar í ţví fari síđan.

Vinstri grćnir krupu fyrir leifturstjórnmálum Samfylkingar međ ţví ađ taka ţátt í misheppnađa ESB-leiđangrinum. Flokkurinn klofnađi í beinu framhaldi og danglar í tíu prósent fylgi.

Vinstriflokkarnir eru í tćtlum eftir leifturstjórnmál síđustu ára. Ţeir vita ekki hvar sannfćring ţeirra liggur og leita á náđir Pírata sem eru nördaflokkur.

Vinstripólitík á Íslandi er samheiti fyrir tćkifćrismennsku. Eftir ţví sem lengra líđur frá hruni verđur hallćrislegra ađ reka heilu stjórnmálaflokkana sem gera ekki annađ en ađ elta fylgisgćsina sem flögrar ýmist í austur eđa vestur en ţó mest norđur og niđur.

 

 

 


mbl.is Píratar á góđri siglingu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Er ţađ rétt, Páll, ađ ţú hafir eitt sinn veriđ ritari Samfylkingarinnar í Suđvesturkjördćmi?

Wilhelm Emilsson, 2.4.2015 kl. 12:50

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Tja, Wilhelm, ţegar stórt er spurt. Ég man ađ ég var í stjórn kjördćmafélagsins í kringum stofnum Samfylkingar og kannski mér hafi hlotnast ritaraembćttiđ. Ţá var ég fyrsti formađur Samfylkingarfélags Seltirninga. Ég sagđi mig úr flokknum í kringum 2006.

Páll Vilhjálmsson, 2.4.2015 kl. 14:17

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk kćrlega fyrir svariđ, Páll.

Wilhelm Emilsson, 2.4.2015 kl. 17:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband