Áfeng frjálshyggja vond; allsgáð íhaldssemi góð

Ef fyrirkomulag í samfélaginu virkar þá á ekki að breyta því; það vita allir allsgáðir íhaldsmenn. Áfengisverslunin á Íslandi er með trausta umgjörð og reynslan sýnir að fyrirkomulagið virkar. Þess vegna á ekki að breyta.

Frjálshyggjumenn telja það komi frelsinu eitthvað við að áfengi verði selt í matvörubúðum. Samkvæmt þessu skilningi frjálshyggjunnar er allt fyrirkomulag til verndar samfélagslegum hagsmunum til óþurftar - til dæmis hámarkshraði umferðar í íbúðarbyggð.

Áfeng frjálshyggja af þessu tagi er vond dómgreind.

Látum heilbrigða skynsemi ráða ferðinni og höldum núverandi fyrirkomulagi áfengisverslunar.


mbl.is Læknar vilja ekki vín í verslanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Áfrngi í matvöruverslunum skilst mér að verði í lokuðum rýmum en ekki í hillum með matvörum. Sé ekki vandamálið.

Aðalatriðið finnst mér þó að áfengissala á ekkert erindi í ríkisrekstri. Ríkið á ekki að reka verslanir. Það er hagkvæmara, bæði fyrir ríkið og almenning að einkaaðilar sjái um verslunarrekstur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.3.2015 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband