Miðvikudagur, 18. mars 2015
Menntun, laun og þjóðmenning
Lítil fylgni menntunar og launa á Íslandi rímar við þjóðmenningu sem lætur ekki bókvitið í askana.
Einnig er þessi litla fylgni menntunar og peningaverðmæta auglýsing fyrir inngróna jafnaðarmennsku Íslendinga.
Jafnframt staðfesting á þeim sannindum að menntun gerir mann ekki meiri heldur mennskari.
Og mennska er ekki mæld í krónum og aurum.
Við erum lánsöm þjóð, við Íslendingar, enda búum við að mennsku launajafnrétti.
Minnstur ávinningur á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi greining í mbl. stenst engan veginn og lítur frekar út sem áróðurstengt túlkunaratriði. Lágmarkslaun í t.d. Danmörku eru rétt um 17 þús. dkk á meðan háskólafólkið er á bilinu 30-36 þús dkk. Þarna eru háskólalaunin rétt um tvöföld lágmarkslaunin. Þetta er nokkurnveginn svona á öllum Norðurlöndunum.
Á Íslandi eru lágmarkslaunin rétt um 200 þús isk. á meðan háskólafólkið er á bilinu 500-700 þúsund. Það gera ca. þreföld lágmarkslaun.
Reputo, 18.3.2015 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.