Landráð Árna Páls - taugarnar að bresta

Árni Páll Árnason telur stappa nærri landráðum að Ísland skuli tekið af lista umsóknarríkja um aðild að Evrópusambandinu.

Einn flokkur, Samfylking, bauð fram ESB-aðild í síðustu þingkosningum og fékk stuðning 12,9% þjóðarinnar.

Tveir flokkar, sem mynda meirihluta á alþingi, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, buðu fram þá skýru og ótvíræðu stefnuskrá að Íslandi væri betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.

Þegar Árni Páll kennir það við landráð að losa Ísland úr ESB-ferlinu, í samræmi við niðurstöður þingkosninga, er örvænting formanns Samfylkingar komin á það stig að taugarnar bresta. 


mbl.is „Stappar nærri landráðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Honum fannst það ekki mikið landráð þegar hann og hans flokkur í stjórn Jóhönnu byrjuðu að aðlaga Ísland að regluverkinu, allt í nafni þess að kíkja í pakkann, semsagt farðalaginu inn í sambandið var logið upp á þing og þjóð.... Það er það sem ég kalla landráð, ef menn vilja kíkja í pakkann þá getur hver sem er gert það með því að lesa regluverk ESB sem eftir því sem ég best veit er búið að þýða yfir á Íslensku!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 16.3.2015 kl. 17:35

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Akkurat Halldór mér er svo mikið í mun að þessa sé getið allstaðar þar sem þessi mál eru rædd. Þess vegna beið ég með eftirvæntingu eftir viðtali við fyrrverandi utanríkisráðherra á útv.Sögu.kl.17,00 í dag.Össur hélt því fram án athugasemda þáttastjóra,að eðlilegast hefði verið að klára "samninginn"(upptöku ESB,reglna)og leyfa þá almenningi að kjósa um hann.Er mér að förlast,eða gaf ekki Jóhanna út þá yfirlýsingu að sú atkvæðagreiðsla væri ekki bindandi? Síðan þetta; Er nokkur leið að hafna "innleiðingu"eftir að hún hefur farið fram,jafnvel með ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu,? --Miðað við hvernig þessir ESB,sinnar skrumskæla allt sem ríkisstjórnin gerir. Mikið rosalega vantar á að þjóðar,sjónvarp okkar hleypi nú einhverjum skeleggum (PV) andstæðingi Esb í hljóðver,sem leyft verður að tala án fram í kalla.Svo mikið eigum við andstæðingar inni eftir áraraða áróður þessarra afla.  

Helga Kristjánsdóttir, 16.3.2015 kl. 19:19

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þarna var hugtakið landráð tekið og því snúið alveg á haus.

Undarleg lögskýring hjá manni sem hefur sjálfur stuðlað að því að grafa undir fullveldi Íslands og selja það undir erlent vald.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2015 kl. 19:42

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já segðu!

Helga Kristjánsdóttir, 17.3.2015 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband