Mánudagur, 16. mars 2015
Vinstrifylkingin stelur fylgi Pírata og ekki-umsóknin
Samfylkingin ætlar sér oddvitahlutverk á alþingi í ESB-málinu enda dregur það hlutverk fjöður yfir þá staðreynd að Píratar fá mesta fylgið hjá þjóðinni að Sjálfstæðisflokknum undanskildum.
Feisbúkk-mótmælin um helgina, sem skiluðu innan við 2000 manns á Austurvöll, eru ekki til skiptanna; um leið og Píratar fatta snúning Árna Páls munu þeir kippa að sér hendinni.
Óðum rennur upp fyrir fólk það sem Svavar Alfreð Jónsson orðar hnyttilega að lýðræðið var aldrei með í för þegar ESB-umsókninni var hrundið úr vör fyrir sex árum. ESB-sinnar sem kynna sér sjónarmið annarra en trúbræðra sinna, t.d. Egill Helgason, átta sig á að Ísland var aldrei á leiðinni í ESB. Samfylkingarumsóknin var ekki-umsókn; ætluð til innanlandsbrúks en aldrei stóð til að hún breytti stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna.
Draumórar Árna Páls um að leiða nýja ESB-sinnaða vinstrifylkingu verða orðnir að martröð fyrir vikulok.
Gunnar Bragi fullkomlega úti að aka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Púff,þetta er farið að líkjast forræðisdeilu. "Umsóknin" er þó afkvæmi Samfylkingar.
Helga Kristjánsdóttir, 16.3.2015 kl. 13:16
"Innan við 2000 manns." Mikil er trú þín.
Ómar Ragnarsson, 16.3.2015 kl. 13:30
Samkvæmt Morgunblaðinu voru um 7000 manns á svæðinu. Samkvæmt Páli voru innan við 2000 manns á svæðinu. Allt saman áróður. Það var enginn þarna. Ekkert að sjá. Málið dautt. Steindautt.
Wilhelm Emilsson, 16.3.2015 kl. 15:26
Það sér það hver heilvita maður að 7.000 - 8.000 manns komast ekki fyrir á Austurvelli enda fer það eftir því hver segir frá eða við hvern var talað, hversu margir voru á Austurvelli..
Jóhann Elíasson, 16.3.2015 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.