Bæði-og-stjórnmál virka ekki í ESB-umræðunni

Stjórnmálamönnum er tamt að finna stærsta samnefnarann í hverju máli til að hafa sem flesta góða. Bæði-og-stjórnmáli gera sig ekki í stórum málum eins og Icesave, stjórnarskránni og í Evrópumálum. Þar gildir annað hvort eða; með ábyrgð almennings á Icesave-skuldum einkabanka eða á móti; fylgjandi nýrri stjórnarskrá eða mótdrægur; hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Sumir í röðum ESB-sinna reyna að finna sér bæði og stöðu, t.d. með því að kalla sig ,,viðræðusinna" en það er sama aðferðin og úlfurinn notaði með sauðagærunni og er fláttskapur en ekki málamiðlun.

Þjóðin kaus sér meirihluta á alþingi vorið 2013 sem var andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu. Báðir flokkarnir, sem mynduðu meirihlutann, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, voru með skýra og afdráttarlausa stefnuskrá um að hag Íslands væri betur borgið utan ESB en innan.

Af því leiddi að fyrsta verk ríkisstjórnarinnar hefði átt að vera að afturkalla ESB-umsóknina frá 16. júlí 2009 sem fór í gegnum alþingi á svindli Vg-þingmanna.

Ríkisstjórnin ákvað á hinn bóginn að freista þess að finna bæði og leið í ESB-umræðunni og pantaði skýrslur frá Hagfræðistofnun HÍ. Þegar búið var að gefa undir fótinn með afslátt af skýrri og ótvíræðri stefnu gekk stjórnarandstaðan á lagið og hnekkti tilraun meirihlutans til að koma í gegn þingsályktun um afturköllun ESB-umsóknar s.l. vetur.

Að hálfnuðu kjörtímabili styttist í upptaktinn að næstu kosningabaráttu. Til að nokkur von væri fyrir ríkisstjórnarflokkanna að halda baklandi sínu óskertu urðu þeir að standa við stærsta kosningaloforðið; að binda endi á ESB-ferlið.

Allar líkur er á því að ESB-ferlinu, sem hófst 16. júlí 2009, sé lokið með bréfi utanríkisráðherra. Að því gefnu að Ísland verði tekið af lista umsóknarríkja um aðild þá er búið að núllstilla formlega stöðu Íslands gagnvart ESB. Við erum komin í sama flokk og Norðmenn, sem hafa gert tvær árangurslausar tilraunir til inngöngu i ESB.

Þegar ESB-ferlinu er formlega lokið skapast nýjar víglínur í stjórnmálum. Samfylkingin, sem er eini raunverulegi ESB-flokkurinn, verður að endurmeta stöðuna. Björt framtíð, sem er með bæði og afstöðu, er einnig í vanda. ESB-málið er búið að skaða Vg of mikið til að hann beri sitt barr í fyrirsjáanlegri framtíð. Líklegast er að Vg leggi upp laupana.

Vinstri vængur íslenskra stjórnmála er í uppnámi vegna ESB-málsins og það er meginskýringin á fylgi Pírata sem bera minnsta ábyrgð á mistökunum. Vinstrimenn munu ekki bjóða fram sömu flokka í næstu kosningum og þeir gerðu vorið 2013.

Þeir sem fylgjast með erlendum fréttum vita að Evrópusambandið er í kreppu. Sú kreppa leysist ekki í bráð. Hröð og skilvirk lausn á vanda ESB er mæld í áratugum.

Stjórnmálöfl á Íslandi, sem bjóða upp á ESB-ferli, vilja að Ísland bóki herbergi á hóteli sem stendur í ljósum logum. Verði þeim að góðu sem reyna það í næstu alþingiskosningum.


mbl.is „Ferlinu er lokið af okkar hálfu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta var góður pistill Páll Vilhjálmsson.  Það er spurning hvort Bæði og, og svo Hér umbil fólkið á yfirleitt einhvern rétt á landi. 

Það verða hvorki hérum bil menn, né bæði og sem verja ísland ef til þarf að taka.    

Hrólfur Þ Hraundal, 15.3.2015 kl. 10:53

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú ert með þetta Páll.

Ragnhildur Kolka, 15.3.2015 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband