12,9% umsóknin in memoriam

Samfylkingin sendi umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu 16. júlí 2009 með svindli þingmanna Vinstri grænna og án þess að spyrja þjóðina.

Þjóðin fékk tækifæri við síðustu þingkosningar að lýsa stuðningi við umsókn Samfylkingar. Aðeins 12,9% þjóðarinnar sögðu já.

Evrópusambandinu var tilkynntur pólitískur veruleiki á Íslandi. Við það brjálast minnihluti þjóðarinnar sem heldur að hann sé meirihluti.

 


mbl.is Ísland ekki lengur umsóknarríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Það var ALÞINGI Íslendinga sem tók ákvörðun um það að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sú umsókn er enn í fullu gildi, þar til Alþingi tekur ákvörðun um að draga umsóknina tilbaka.

Utanríkisráðherra sagði þetta í viðtali í kvöldfréttum:

„Síðasta ríkisstjórn sótti um aðild að ESB og byggði það á tilmælum frá þinginu - það þing er ekki til staðar “ 

Það er reginmisskilningur ráðherra að ályktanir og ákvarðanir Alþingis falli úr gildi við sérhverjar þingkosningar. 

Það er slæmt að í ríkisstjórn siti ráðherrar sem skortir grundvallarskilning á stjórnskipunarrétti, og leiti sér ekki ráða hjá þeim sem til þekkja.

Einar Karl, 12.3.2015 kl. 19:46

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Frumkvæðið kom raunar frá ESB þegar þeir neituðu að afhenda rýniskýrslur um Sjavarútveg og landbúnað. Þá hættu þetta að vera aðlögunarviðræður eða "samningaviðræður". Með það sleit siðasta stjórn ferlinu og kallaði það hlé. Þeir eru lagnir við að orðaleiki til að hylja staðreyndir.

Síðusta ríkistjórn lét hjá líða að leggja ákvörðun um umsókn í hendur þjóðarinnar og laug gerningnum í gegn undir þeim formerkjum að þetta væru einhverskonar könnunarviðræður eða þreyfirngar.

Hér lýkur óheiðarlegasta og undirförulasta pólitíska plotti sögunnar hér á landi.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2015 kl. 20:09

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þegar umsóknin var sett af stað voru 75% þjóðarinnar andsnúin inngöngu í bandalagið. Þetta vissu menn og því var þetta ekki borið undir þjóðina. Allar götur síðan hefur þjóðin í tugum kannana verið gegn inngöngu, án undantekninga.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2015 kl. 20:12

4 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Gaman að koma heim og fá svona góðar fréttir !

Frábært !

Birgir Örn Guðjónsson, 12.3.2015 kl. 20:38

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Til hamingju íslenska þjóð! Vinkona mín úti á landi ætlaði að draga íslenska fánann að húni,já gleðilegt!

Helga Kristjánsdóttir, 12.3.2015 kl. 20:49

6 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Gott að stoppa af svefn fyrrverandi ríkisstjórnar og undirskriftir þotuliðs sem ofurþreytt skrifaði undir dauðadóm Íslenska Ríkisins sem fullvalda þjóðar.

Erla Magna Alexandersdóttir, 12.3.2015 kl. 21:07

7 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Sjálfstæðisflokkurinn fékk ekki fleiri atkvæði en í kosningum áður, framsógnarmellurnar lugu sig til valda með loforðum sem flest heilbrygt fólk sá að var ekki mögulegt að framkvæma, sem kom á daginn. Til að tryggja sitt fylgi laug þetta fólk áfram, amatörar sem vill kalla sig fyrir stjórnmálafólk.
https://www.youtube.com/watch?v=014HKVcM58w#t=28

Jón Páll Garðarsson, 12.3.2015 kl. 23:33

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hverju lofuðu VG fyrir síðustu kosningar?
Hvers vegna eru þeir ekki ánægðir núna?
Af hverju mátti ekki opna kaflann um sjávarútveginn?
Hvers vegna var ekki byrjað á að "kíkja í pakkann" um sjávarútveginn?
Af hverju var byrjað á litlu málunum í stað þess að tak á þeim stóru fyrst?Hverju fengum við breytt við að "kíkja í pakkann" í litlu málunum?


Benedikt V. Warén, 13.3.2015 kl. 08:59

9 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

https://www.youtube.com/watch?v=AIBuEnFQ6ac

Hreinn Sigurðsson, 13.3.2015 kl. 13:39

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er móðgun við skynsamlegt fólk - og vonsvikna fyrrverandi kjósendur VG, að halda því fram að ALÞINGI hafi tekið einróma ákvörðun um að sækja um aðild að ESB.
Þeir sem fylgdust með atkvæðagreiðslunni "í beinni", sáu hvernig naumur meirihluti fékkst með því þegar sumir þingmenn VG gerðu grein fyrir atkvæði sínu.  Þeir sögðu einfaldlega "ég er á móti ESB aðild og segi JÁ"!  Aðrir þingmenn VG sögðu einfaldlega NEI og flæmdust síðar úr flokknum.

Kolbrún Hilmars, 14.3.2015 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband