Mánudagur, 2. mars 2015
Stefán Ólafs: Framsókn þjóðernissinnaður velferðarflokkur
Stefán Ólafsson prófessor hafnar ESB-Samfylkingu og telur að Framsóknarflokkurinn gegni lykilhlutverki á miðvinstrivæng stjórnmálanna. Stefán er talinn helsti hugmyndafræðingur vinstriarms Samfylkingarinnar.
Stefán skilgreinir Framsóknarflokkinn sem þjóðernissinnaðan velferðarflokk og telur henn afl breytinga í íslenskum stjórnmálum. Hann skrifar
Flokkar sem kallaðir er hægri popúlistaflokkar (sem í raun eru þó meira þjóðlegir velferðarflokkar) gera sig gildandi svo um munar. Taka mikið fylgi úr lægri og milli stéttum, frá bæði vinstri og hægri flokkum, þar á meðal klassískt fylgi jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndum. Þetta virðist ætla að verða mikil breyting á landslagi stjórnmálanna víða.
Afgerandi afneitun Stefáns á ESB-áráttu forystu Samfylkingar, sem skilaði flokknum 12,9% fylgi í síðustu kosningum, er til marks um að helsta stefnumál flokksins er orðið dragbítur á þróun hans. Enginn mælir fyrir ESB-stefnunni í flokknum en flestir láta hana afskiptalausa. Á meðan svo háttar veldur ESB-málið pólitískri lömunarveiki í flokknum. Öll pólitísk vötn Samfylkingar falla til Brussel en almenningur fúlsar við.
Stuðningur Stefáns við Framsóknarflokkinn slær vopnin úr höndum þeirra samfylkingarmanna sem reyna að útmála Framsókn sem rasískan flokk, óalandi og óferjandi.
Athugasemdir
Ekki er ég viss um að mikill fengur sé af Stefáni fyrir Framsókn, eða hvaða annan flokk sem hann kýs að velja. Afskipti þessa manns af stjórnmálum hafa ekki verið með þeim hætti að sómi sé að.
Þessi prófessor hefur valið sér þá hvimleiðu speki að byrja á að ákveða útkomuna og skilgreina og "rannsaka" síðan málefnið út frá því. Hann er vissulega ekki eini úr menntaelítunni sem viðhefur slík vinnubrögð, en ljóst er að slíkir menn eiga lítt erindi inn í stjórnmál.
Kannski Þórólfur Matthíasson fylgi þessum starfsbróður sínum eftir, í uppsleikju við Framsókn.
Gunnar Heiðarsson, 2.3.2015 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.