Sunnudagur, 22. febrúar 2015
Reykjavík: ónýtar götur en atkvæðagreiðsla um gangstíga
Götur í Reykjavík minna æ meira á vegakerfi þriðja heimsins. Borgarstjórn vinstrimanna lætur sér það í léttu rúmi liggja og finnst mikilvægara að þrengja götur fyrir bílaumferð en að halda slitlaginu í lagi.
Forgangur vinstrimanna er auglýstur þessa dagana undir formerkjum hverfakosninga þar sem fólk fær að greiða atkvæði um gangstíga og leikvelli.
Fólk færi ekki að greiða atkvæði um göturnar, hvort þær eigi að vera holóttar eða í lagi. Vinstrimenn í ráðhúsinu eru búnir að ákveða að refsa þeim sem aka bíl með holóttum götum. Ekkert lýðræði þar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.