Sunnudagur, 22. febrúar 2015
Maður fær höfuðverk af hruni - vöggustofusamfélagið
Vöggustofusamfélagið birtist okkur í ýmsum myndum. Félagsráðgjafi segir okkur að hrunið valdi höfuðverk og streitu. Við vitum á hinn bóginn af reynslu að félagsleg samheldni, t.d. á vinnumarkaði, stórjókst eftir hrun.
Við urðum líka refsiglaðari og um tíma býsna dugleg að mótmæla á götum og torgum.
Tíminn fyrir hrun, kallaður útrás, var einnig uppspretta höfuðverkjar og streitu hjá mörgum sem fannst þeir missa af gullvagninum og geta ekki státað af sömu neyslu og nágranninn.
Langtímaáhrif hrunsins verða ekki mæld í höfuðverkjum og streitu einstaklinga heldur þeirri vöðvabólgu samfélagsins sem heitir pólitík.
Fleiri með vöðvabólgu eftir hrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.