Fimmtudagur, 19. febrúar 2015
Úkraína vill ESB-hermenn til varnar Rússum
Petro Poroshenko forseti Úkraínu biður Evrópusambandið að senda hermenn til landsins til varnar ágangi uppreisnarmanna sem njóta stuðnings Rússa.
Samkvæmt þýskum fjölmiðlum yrðu hermenn frá ESB-ríkjum notaðir sem lögregluherlið. Meginhugmyndin er að virkja Evrópusambandið til beinnar þátttöku í Úkraínu-deilunni.
Her Úkraínu fer halloka í átökum við uppreisnarmenn. Deilur Rússa og Evrópusambandsins um forræði yfir úkraínskum málum kæmist á nýtt stig ef hermenn ESB-ríkja yrðu í skotlínunni.
Úkraínskar hersveitir hörfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar stór hluti af her er innilokaður í herkví er líklega afar erfitt að semja vopnahlé. Ég spái raunverulegu vopnahléi þegar austanmenn hafa náð öllu því svæði sem þeir höfðu fyrir stríð.
Snorri Hansson, 20.2.2015 kl. 02:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.