Sunnudagur, 15. febrúar 2015
Fáviti á fréttavakt mbl.is
Á mbl.is má lesa undir fyrirsögninni Árásarmaðurinn 22 ára Dani:
Maðurinn sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á tveimur skotárásum í Kaupmannahöfn í gær var 22 ára gamall Dani.
Á Aftenposten í Noregi er fyrirsögnin: Gjerningsmannen er
Omar Abdel Hamid El-Hussein(22)
Er ekki rétt að fávitinn á mbl.is fái frí frá fréttaskrifum?
Viðbót 19:15:
Frétt mbl.is er uppfærð 19:12 með nafni tilræðismannsins; en fyrirsögnin er jafn villandi. Fyrirsögnin gefur til kynna að hér sé nýtt Breivik-mál; norrænn maður að skjóta saklausa.
Árásarmaðurinn 22 ára Dani | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og hvað?
Vésteinn Valgarðsson, 15.2.2015 kl. 18:58
Og hvað..?...Og það, Vésteinn. Páll meinar (og við sem lásum þetta) að þetta sé málið.
Már Elíson, 15.2.2015 kl. 19:21
Fyrirsögnin er beinlínis villandi þótt sönn sé.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.2.2015 kl. 19:26
Nei.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.2.2015 kl. 19:41
Fæddur í Danmörku og með Danskan ríkisborgararétt = Dani
Ásgrímur Hartmannsson, 15.2.2015 kl. 19:55
Alveg óvart danskur múslimi - án þess að neitt sé sagt í ljósiþess hvað má segja og hvað ekki í samfó-þjóðfélaginu sem ákveður hvað má segja.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.2.2015 kl. 20:21
Þessi skrif sanna að blaðamannsfávitinn í málinu starfar ekki á mbl.is!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.2.2015 kl. 20:33
Nafn tilræðismannsins var í fyrirsögn hjá Aftenposten, einmitt vegna þess að það upplýsir að það var ekki Daninn Sörensen, Jackobsen eða Poulsen sem framdi ódæðið heldur Daninn El-Hussein.
Með fyrirsögninni, og því að nefna ekki nafn tilræðismannsins í fyrstu útgáfu fréttarinnar, er mbl.is beinlínis að blekkja lesendur með því að láta að því liggja að árásin í Kaupmannahöfn væri danskt Breivik-tilræði.
Páll Vilhjálmsson, 15.2.2015 kl. 20:46
Þessi maður var Dani. Danir eru alls konar. Sumir heita Hussein.
Vésteinn Valgarðsson, 15.2.2015 kl. 21:03
Allir menn eru allskonar, Vésteinn, og því hefði fyrirsögnin átt að vera; Tilræðismaðurinn kom ekki frá mars.
Páll Vilhjálmsson, 15.2.2015 kl. 21:28
Kannski sá sami og skrifaði fréttina um varðskipið Tý,hroðalegt að sjá blaðamenn ófæra um að fallbeygja orð.----Tilræðismaðurinn var ekki Bauni,eins og Mörlandinn kallar þá. Ég finn virkilega til með dönsku þjóðinni og aðstandendum þeirra myrtu.
Helga Kristjánsdóttir, 15.2.2015 kl. 21:33
Nú er þessi aumingjans glæpamaður fæddur í Kaupmannhöfn og uppalinn er hann þá ekki Dani? Hann er reyndar dauður núna sem betur fer. Rétt ný kominn úr fangelsi fyrir að stinga annan mann skilst mér. En þessi gusa Páls um að vegna nafnsins þá sé þetta ekki Danskur dani heldur eitthvað úrhrak er held ég einmitt það sem Danir ætla að passa sig á að verði ekki normið þarna. Hann er alveg jafn Danskur og aðrir Danir. Hann hafði ekki búið í neinu öðru landi. Svona svipað og Barack Hussein Obama væri ekki Bandarískur heldur útlendur bandaríkjamaður.
Magnús Helgi Björgvinsson, 15.2.2015 kl. 21:44
Vésteinn og Magnús Helgi eru eins og oftast áður ófærir um að sjá samhengið í málunum. Hvort sem okkur líkar betur eða verr, eru margir að velta fyrir sér hvaða trúarlega, þjóðfélagslega eða hugmyndafræðilega tengingu þessi brjálæðingur hafði. Sérstaklega í ljósi Breivik-málsins
Með því að segja að hann er Dani, er augljóslega verið að skauta framhjá bakgrunni mannsins sem hefur nú komið í ljós, um er að ræða múslima með rætur að rekja til Miðausturlanda. Ef það var ætlunin að hlífa múslimum við einhverjum nornaveiðum, þá var þessi aðstoðarfyrirsögn fyrir þá ekki verðskulduð, því maðurinn átti sínar rætur í hugmyndafræðilegum heimi Íslam og Kóransins, hvar svo sem hann bjó alla sína ævi, skiptir engu þó það hefði verið í Danmörku, Írak, Palestínu, eða Mars.
Menn verða ekki Danir við að búa í Danmörku, ekki frekar en að menn breytist í beljur við að dvelja mikið inni í fjósi. Ég tel enn að það sé einhver sérstaða fólgin í því að vera Dani, Íslendingur, eða hvað það er, þrátt fyrir tilraunir sumra til að gera einn hrærigraut úr öllum þjóðum, kynþáttum og trúarbrögðum og fullyrðingar um að öll trúarbrögð og gildi séu jafnrétthá.
Nú er það nánast bannað hér í Svíþjóð að segja hvernig bakgrunn nauðgarar og morðingjar hafa, ef sagt er að þeir séu frá Asíu eða Afríku er það kallað rasismi. Ég spyr þá, hvort það sé ekki rasismi gagnvart Dönum (innfæddum af skandinavískum uppruna) að láta það koma fram í frétt um ódæði af þessum toga.
Theódór Norðkvist, 15.2.2015 kl. 22:27
Mikið líður ábyrgðarmanni þessarar síðu Páli Vilhjálmssyni, blaðamanni og kennara, illa.
Erlingur Alfreð Jónsson, 15.2.2015 kl. 22:31
Vésteinn er ekki sama og Vésteinn.
Vésteinn andkristni segir aðra sögu en einungis Vésteinn.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.2.2015 kl. 22:47
Nú skil ég ekki lengur hvers vegna vinstri menn höfðu það á dagskrá sinni að reka Varnarliðið úr landi. Þetta voru jú bara nánast Íslendingar sem þar voru. Margir höfðu dvalist á Íslandi alllengi og svo voru börn þeirra mörg hver fædd hér á Íslandi, þannig að ég skil ekki hvernig vinstri menn gátu krafist þess að reka það fólk úr "sínu eigin landi". Þetta voru jú bara Íslendingar.
Það hefði þótt frétt til næsta bæjar ef að Morgunblaðið hefði þá birt þá frétt að Íslendingar á Miðnesheiði væru farnir úr landi.
Næst fáum við líklega að vita að bókasafnslánþegi hafi myrt fjölda manns í landi X eða hér á landi. Lögreglan fann nefnilega bókasafnsskírteinið á honum. Það er greinilegt að sjálfsritskoðunin hefur haldið innreið sína. Nema að dagblöð ráði með vilja (*veljið hér pólitískt korrket aula orð*) í vinnu.
Það mun einfalda mjög vinnu blaðamanna þegar hægt verður að skrifa að herafli Íslamska Ríkisins í Evrópuríkjum hafi staðið þar að fjöldamorðum. Þegar morðin verða loksins komin upp á stóriðnaðarskalann. Þá geta fjölmiðlar andað léttar. Orð þeirra eru þá orðin án meiningar eins og aðrar fréttir frá til dæmis Samtökum iðnaðarins. Loksins!
Gunnar Rögnvaldsson, 15.2.2015 kl. 23:15
Nú þurfa dönsk yfirvöld að gangast í það verk að vara heiminn við Dönum. Að þeir gangi um með hríðskotabyssur og myrði Gyðinga bara af því að þeir séu Gyðingar, og káli fólki út um víða veröld sem teiknar skopmyndir af óskilgreindum.
Samkvæmt þessu hlýtur að vera orðið ömurlegt að vera Dani. Eða réttara sagt og skrifað: Ómögulegt!
Interpol to FBI: Berware of the Danes!
Gunnar Rögnvaldsson, 15.2.2015 kl. 23:27
Hann er 22 ára og virðist tengdur Brothas genginu í Mjölnerparken. (Þó talsmenn Brothas gengisins hafni því að umræddur aðili hafi verið í þeirra hóp þá var hann viðloðandi það gengi.)
Kemur sumum íslendingum á óvart en í Köben eru allskyns gengi sem hafa vaðið uppi með ofbeldi og innbyrðis deilum. Beita bæði byssum og hnífum og það verða dauðsföll.
Má sjá umfjöllun hér um gengið. http://denkorteavis.dk/2013/indvandrere-med-tilknytning-til-mjolnerparken-forbindes-med-skyderier-og-vabenfund-i-ungdomsklub/
Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.2.2015 kl. 23:48
Næst þegar alþjóðlegur banki hrynur á Íslandi geta Íslendingar erlendis eðlilega ekki lengur sagst vera Danir.
Gunnar Rögnvaldsson, 15.2.2015 kl. 23:54
Þakka þér, Theódór, fyrir þessa kennslustund í samhengi. Þér til fróðleiks eru Danir ekki sérstök dýrategund eins og kýrnar sem þú notar til samanburðar. Hitt er annað mál að fyrirsögnin er ekki góð. Það hefði verið jafngáfuleg að segja að karlmaður hefði verið að verki. Eða ofbeldismaður.
Vésteinn Valgarðsson, 16.2.2015 kl. 00:22
Dönsk vélhjólagengi hafa notað bæði byssur og sprengivörpur í bardögum við hvort annað. Eru meðiir þeirra þá ekki Danir af því að Danir haga sér ekki þannig? Málið er einfaldlega það að þó glæpamenn hagi sér öðruvísi en fjöldinn í viðkomandi landi þá er maður sem er fæddur og uppalinn í tilteknu landi einfaldega frá því landi. Tilræðis aðurinn var því jafn danskur og aðrir Danir. Það að hann sé í minnihlutahópi þar breytir því ekki.
Sigurður M Grétarsson, 16.2.2015 kl. 08:14
Sumir vilja fela uppruna mannsins og tilgang hryðjuverksins, af tillitssemi við einhvern.
En tillitssem við hvern? Pólitískra réttrúnaðarsinna af vinstrivængnum sem tekið hafa málsstað múslima á Gaza, án nokkurar gagnrýni á framferði þeirra?
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.2.2015 kl. 08:47
Vésteinn, ég þekki alveg mun á Dönum og kúm. Ég var að benda á að þegar innflytjendur aðlaga sig ekki að þeim siðum og háttum sem eru ríkjandi í umhverfi þeirra, er varla hægt að kalla þá sama nafni og þá sem sannarlega aðlagast og eru meðlimir þjóðarinnar, sama hvað Hagstofuskráning viðkomandi lands segir um þá.
Reyndar skil ég ekki þessa áráttu að þurfa alltaf að líta á innflytjendur sem Dani, ef þeir flytja til Danmerkur (eða hvaða land sem um ræðir.) Menn eiga að vera stoltir af uppruna sínum, a.m.k. ef þeir hafa næga ástæðu til þess.
Ef innflytjendur aðlagast vel, er sjálfsagt að líta á þá sem jafningja hinna innfæddu og gilda þjóðfélagsþegna. Sem betur fer aðlagast margir vel, t.d. Kínverjar, Víetnamar o.fl. Þessar þjóðir geta haldið sínum sérkennum og miðlað þeim til umhverfisins, t.d. matarmenningunni, það er jákvæð fjölmenning.
Ef hinsvegar stórir hópar eru fastir í 17. öld (eða úreltum kenningum kommúnismans, sem hafa sannað sig sem ónothæfar ) þegar almenn sátt er um að nú sé 21. öldin, er það ekki nógu gott mál. Tala ekki um þegar þeir reyna að troða úreltum, ónýtum og beinlínis hættulegum viðhorfum sínum, upp á aðra með ofbeldi.
Theódór Norðkvist, 16.2.2015 kl. 09:35
Vel mælt, Theódór
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.2.2015 kl. 10:16
Þakka þér Gunnar, mér fannst þín athugasemd hér rétt á undan líka mjög góð, sérstaklega seinni málsgreinin, held að einmitt þetta sé málið.
Theódór Norðkvist, 16.2.2015 kl. 10:38
Vésteinn, sérðu enga tengingu milli þess að miljónir múslíma trúa því að hið rétta að gera þegar um guðlast sé að ræða er að drepa viðkomandi... að það sé bara ekkert tengt þessu máli?
Mofi, 16.2.2015 kl. 11:37
Mofi
Vésteinn andkristni virðist miðað við málflutning sinn ekki sjá neina slíka tengingu. Minnir á klárhestana með augnspjöldin á árum áður - sem og tilskipun samfóista um hvað má nefna og hvað ekki - rétttrúnaður þessara í þeim málum er mikill svo jaðrar við öfgatrú.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.2.2015 kl. 12:21
Svona til varnar umræddum ,,fávita", eins og það er orðað svo smekklega eða hitt þó heldur, má benda á að fyrirsögnin var þýdd beint úr dönskum fjölmiðlum, ég sá hana í gær á a.m.k. tveimur stöðum á netinu á dönsku orðaða nákvæmlega þannig að morðinginn væri Dani.
Fjölskylda hans er reyndar aðkomumenn eins og sagt er á Akureyri.
Matthías
Ár & síð, 16.2.2015 kl. 13:04
Matthías Ár og síð
Vilhjálmur hefur tekið drengilega á þessu eins og sjá má hér að neðan. Það afsakar samt ekki lélega fréttamennsku og lélegar þýðingar sem virðast vera um alla fjölmiðla. Það er verulega villandi að setja frétt um svona upp eins og gert var þarna, ekki síður enþ´r fréttir í Danmörku sem þú vísar til
http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1623015/
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.2.2015 kl. 13:21
Danskur ríkisborgari en foreldrar hans voru frá Palestínu. Alinn upp í Mjölnerparken hverfinu. Æfði íþróttir, box held ég. Viðriðinn Brothas klíkuna en samt einfari.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.2.2015 kl. 13:49
Hann setti jihad-video á facebook um klukkutíma áður en árásin hófst, segir ekstrabladet:
http://ekstrabladet.dk/nyheder/terror/lagde-jihad-video-paa-facebook-foer-angreb/5445082
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.2.2015 kl. 14:07
Mofi, hvernig dettur þér í hug að ég sjái enga tengingu? Ég var ekkert að afsaka hann, ég sagði bara að hann hefði verið Dani.
Vésteinn Valgarðsson, 16.2.2015 kl. 20:47
Það er minn aðal punktur, að þetta er hugmyndafræðinni að stórum hluta að kenna. Ég held að flestir líta einmitt á þá fullyrðingu að hann hafi verið dani sem afneitun á þessari tengingu.
Mofi, 16.2.2015 kl. 21:03
Sá sem lítur á þá staðreynd að hann hafi verið Dani sem afneitun á því að hann væri múslimi skilja annað hvort ekki hvað "múslimi" þýðir, eða þeir skilja ekki hvað "Dani" þýðir.
Vésteinn Valgarðsson, 16.2.2015 kl. 21:20
Það hvaða trúarbrjögð maður aðhyllist hefur nákvæmlega ekkert með það að gera hvort viðkomandi geti talist Dani eða ekki. Maðurinn var fæddur í Danmörku, ólst upp í Danmörku, gekk í skóla í Danmörku og hafði engan annan ríkisborgararétt en danskan. Að efast um að hann hafi verið Dani er því fáránlegt.
Hvað varðar hermennina á Miðnesheiði þá voru þeir ekki íslenskir ríkisborgarar, gengu ekki í íslenska skóla heldur skóla á vegum hersins sem var rekin af bandrískri fyrirmynd og kennslan fór fram á ensku. Þetta voru hermenn eða aðrir starfsmenn hersins sem unnu fyrir bandrísk stjórnvöld og greiddu skattana sína til bandaríska ríkisins. Þeir voru sendir hér í nokkur ár þannig að börn þeirra ólust ekki nema að hluta til hér á landi. Þeirra staða var því aldrei sambærileg við árásarmannin frá Kaupmannahöfn.
Sigurður M Grétarsson, 16.2.2015 kl. 22:43
If it looks like a duck, swims like a duck, and quacks like a... muslim, then it probably is a muslim
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.2.2015 kl. 23:42
Góður Gunnar Th.
Já og ef hann gaggar sem m
uslimi - þá er það „þjóðerni“ sem viðkomandi tekur fram yfir hva' sem er annað !
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.2.2015 kl. 23:45
Ef trú þessa unga ógæfumanns á eyðimerkurkvak gjörði hann ódanskann þá á slíkt hið sama við um Margréti Þórhildi og hennar slekt. Enda Kristinnar trúar og þar með eyðimerkurhrópandi.
Öngvir geta með sönnu talizt norrænir ef siður sá sem þeir stunda er eigi vor heiðni forni siður.
Ég hefi grun um að þér séuð rasisti og útlendingahræddur hr. Páll.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 17.2.2015 kl. 13:05
Jæja nafni minn Grétarsson.
Það vill nú þannig til, að bæði í Danmörku, Svíþjóð og Noregi, hafa
múslimar fengið að njóta þess, í okkar vestræna frjálsu samfélagi, að
iðka trú og sína eigin skóla í nafni Muhammeds. Þetta er búið að ganga í
nokkur ár í skjóli þeirra bláeygðu, sem trúa því að allir geti lifað
undir sama hatti, í ást og friði.
Svo er það bara ekki, enda árekstrarnir farnir að láta á sjá.
Meða ekkert er umburðarlyndið hjá Islam gangvart öðruvísi
fólki, þá frábið ég mig og fleiri frá svona kjaftæði, um að þessir sem
aðhyllast Islam, séu að læra í okkar skólum, þegar þeir hafa fengið
undaþágu til þess að hafa sína eigin skóla, til praktisera þessa öfgvatrú
í boði vinstri elítunar fyrir atkvæði.
J.Einar Valur Bjarnason Maack...
Útskýrðu fyrir mér endilega, hvernig ég get og gæti verið
rasisti, ef ég er á móti Islam...??
Er Islam fólk..??? Hvítt, svart eða gult..???
Er ekki komið nóg af athugasemdum frá fólki eins og þér
sem túlkar allt sem rasista án þess að skilja hvað orðið
merkir..??
Mig grunar að þú sért rasisti yfir því að fólk hafi skoðun á
trúarbrögðum en fólki.!!!
Hef ekkert á móti útlendingum og bý sjálfur erlendis, en
ég hef skoðun á trúarbrögðum, án þess að vera titlaður
rasisti.
Sigurður Kristján Hjaltested, 17.2.2015 kl. 22:49
Sigurður Hjaltested. Staðreyndin er sú að múslimar í þessum löndum og öðrum Evrópuríkjum aðlagast flestir ágætlega sínum samfélögum þó vissulega séu undantekningar frá því rétt eins og meðal annarra hópa innflytjenda. Að setja þá alla undir sama hatt út frá þessum fámennu hópum sem ekki aðlagast vel er eimitt dæmi um fordóma. Og að ætla að brjóta mannréttindi á ölum hópnum út frá þessum fámennu undantekningum er rasismi enda er það orð ekki bara notað um þá sem vilja mismuna eða ofsækjaf fólk út frá húðlit heldr líka vegna trúarskiðana.
Sigurður M Grétarsson, 18.2.2015 kl. 07:31
Sigurður M
Þú skautar alveg framhjá þeirri staðreuynd að kannanir hafa sýnt að allur orri þessa saklausa múslimafólks sem zest hefur að í vest4rænum ríkjum, styður þessa öfgamenn og er hlutfallið í kring um 65%.
Það telst ekki vera fámennur hópur - alveg sama hvað þú skrifar þig bláan í fingurgómana viið að tala um að þetta sé einungis fáeinir einstaklingar.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.2.2015 kl. 08:15
Hundruð þúsunda múslima komu núna saman gegn teiknimynda- teiknurunum. Það telst varla til öfga á því svæði Rússlands. Þeir telja sig múslima. Ætli RÚV myndi ekki kalla þá aðeins Rússa?: (Bloomberg) -- Hundreds of thousands of Muslims vented their anger in unison, shouting “Allahu Akbar!” as their leader condemned supporters of the satirical French magazine Charlie Hebdo after militants murdered five of its cartoonists. The protest against caricatures of Muhammad and the policies of the U.S. and its allies was organized by the state and televised live across the country for more than an hour, but it wasn’t in Iran or Pakistan. It was in Russia, where Vladimir Putin came to power vowing to “wipe out” Muslim extremists, even “in the outhouse.”
Ívar Pálsson, 18.2.2015 kl. 12:11
Predikarinn. Það er kjaftæði að 65% múskima í Evrópu styðji hryðjuverkastarfsemi. Yfyrgnæfandi mæeirihluti múslima í Evrópu eru nýtir þjóðfélagsþegnar sem virða lög þeiss lands sem þeir búa í til jafns við aðra íbúa þeira.
Sigurður M Grétarsson, 18.2.2015 kl. 23:34
Ívar Pálsson. Á sama hátt og það telst til tjáningafrelsis að fá að gera lítið út trúarskoðunum annarra og hæðast af þeirra helgsustu mönnum þá telst það líka til tjáningafrelsis að fordæma menn fyrir slíkt.Það eru fleiri en múslimar sem fordæma slíka hegðun þó hún sé lögleg. Það er nefnielga þannig mneð tjáningafrelsið að menn mega segja það sem þeir vilja en verða um leið að sætta sig við að aðrir mega segja það sem þeir vilja um þau ummæli þeirra þar á meðal að fordæma þau. Múslimar eru þvi einfaldlega að nýta sér tjáningafrelsi sitt með því að fordæma þá sem hæðast af trú þeirra og það telst því ekki á skjön við vestræn gildi að gera slíkt svo fremi að ekki fylgi ofbeldi gagnvart þeim sem þeir fordæma.
Í þessu efni má til dæmis nefna að nú þegar hafa þó nokkrir fordæmst skrif Jóns Gnarr þar sem ber heitið "Guð er ekki til" þar með talið prestar í Þjóðkirkjunni. Svo má einnig nefna það að það er ekki lengra síðan en á níunda áratug síðustu aldar að ritsjóri Spegilsins fékk dóm fyrir guðlast vegna greinar í því blaði og allt upptak þess tölublaðs var bert upptækt í verslunum og sala á því bönnuð.
Sigurður M Grétarsson, 18.2.2015 kl. 23:41
Sigurður M
Allt þykist þú vita.
Þetta hefur verið kannað.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.2.2015 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.