Lögmenn sirkusdýr auðmanna

Lögmenn sem tóku að selja málafylgju sína, en ekki aðeins fagkunnáttu á sviði laga og réttar, urðu að sirkusdýrum auðmanna.

Lögmönnum var skutlað í viðtöl til fjölmiðla, sem auðmenn ýmist áttu eða höfðu greiðan aðgang að, til að útmála fyrir almenningi hve auðmannaskjólstæðingurinn átti bágt vegna ofsókna sérstaks saksóknara.

Lögmenn sem þannig fóru langt út fyrir vettvang laga og rétta torvelduðu faglega úrlausn mála. Nýmæli, eins og að segja sig frá mál rétt áður en réttarhöld hófust, undirstrikuðu hve lögmenn létu sér í léttu rúmi liggja viðmið og reglur réttarríkisins.

Réttarkerfið hlýtur að bregðast við þessari þróun, ýmist með sektum eða jafnvel afturköllun málflutningsleyfa, þeirra lögmanna sem fara langt út fyrr eðlileg mörk í hagsmunagæslu fyrir skjólstæðinga sína.


mbl.is Lögmenn horfist í augu við sjálfa sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

og gleymum ekki þátttöku fréttamanna í þessum leik. Látum vera aðkomu launaðra álitsgjafa, þeir vinna samkvæmt samningi, en ffréttamenn bera gjarnan fyrir sig geislabaug og að hlutverk þeirra sé að upplýsa almenning. Það sem þessi lögmanna viðtöl skiluðu var gluggað vatn og rústað réttarkerfi.

Ragnhildur Kolka, 15.2.2015 kl. 10:40

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sem betur fer er skriðan komin af stað og hún verður ekki stöðvuð svo glatt.  Stjörnulögmenn að verða ærulausir menn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2015 kl. 12:46

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Hæstiréttur Íslands hefur brotið blað í réttarfarssögu efnahagsbrota, og slíkt var afar tímabært, því að kjölfestu vantaði í dómaframkvæmd á þessu sviði.  Hæstiréttur gerði þetta með því að leggja í grundvallarvinnu, sem er einstæð og markar vatnaskil á þessu sviði. Jafnframt hafa nokkrir lögmenn, sem misst hafa sjónir á réttlætisgyðjunni í vinnu sinni fyrir auðmenn, verið rassskelltir og var það ekki síður tímabært.  Þróunin á þessu sviði er ekki einstæð á Íslandi og nægir að minna á ENRON-málið í BNA, en þar hlutu sakborningar reyndar 10 sinnum lengri tíma. Vonandi hefst afplánun drullusokkanna sem fyrst.

Bjarni Jónsson, 15.2.2015 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband