Þriðjudagur, 10. febrúar 2015
Össur afneitar rökum, boðar uppþot
Stjórnmálamenn eru á framfæri almennings til að standa fyrir pólitískri umræðu. Hornsteinn lýðræðis er rökleg umræða sem leið skal fram bestu kostina í hverju máli. Lítið álit þjóðarinnar á stjórnmálamönnum stafar af vangetu þeirra í umræðunni og ofurkapp á leiðindi.
Össur Skarphéðinsson gengur öðrum stjórnmálamönnum framar í viðleiti að gera stjórnmál að sirkus.
Össur boðar skýrt og skilmerkilega að hann ætlar ekki að ræða með rökum boðaða þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um afturköllun ESB-umsóknar, sem vel að merkja, var send til Brussel án þjóðaratkvæðagreiðslu.
Tillögunni verður mætt með ,,mætt með eldi og brennisteini" segir Össur og boðar þar með málþóf á þingi og mótmæli á Austurvelli. Þá er sjá hve margir hlýða kallinu að draga stjórnmálin í svaðið með Össuri og kó.
Athugasemdir
Já kæri Páll.
Dr. Össur a.k.a. Skeggi , virðist ekki ganga heill til skógar ef marka má þessar yfirlýsingar sem og fyrri skrif almennt um málið, sem og ótal önnur.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.2.2015 kl. 10:41
Er ekki Dr. Össur bara að gera nákvæmlega það sem flokkur utanríkisráðherra vill?! Þeim veitir ekki af smá hitaumræðu, svona til að þétta raðirnar sín megin. Þetta dregur athyglina frá algjöru stefnuleysi stjórnvalda í peningamálum og framtíðar fyrirkomulagi gjaldmiðils Íslands.
Eða hvaða rökum er annars verið að afneita? Hafa komið fram einhver RÖK frá stjórninni, fyrir því að henda þessari umsókn á haugana, í stað þess að geyma hana áfram EF á næstu kjörtímabilum myndast skýr meirihluti fyrir því að ljúka viðræðum, og setja málið í þjóðaratkvæði?
Hvað er það sem Framsókn óttast? Vilja þau ekki bara teygja völd sín eins og þau geta inn í framtíðina, og taka fram fyrir hendur á næstu ríkisstjórnum og kjósendum.
Skeggi Skaftason, 10.2.2015 kl. 11:56
Það er sama hvaða hneisu Samfylkingin bíður í kosningum, alltaf skal hún vilja taka ráðin af öðrum, sem sitja í ríkisstjórn!
Augljóst er, að einarðir menn verða að hrinda þessari ofríkis-árás þess Samfylkingarbrodds sem nú boðar grímulaust ofríki og að því er virðist ofbeldi gegn stjórnvöldum.
PS. Sumir telja umsóknina ganga út á að "kíkja í pakkann", en ...
Norðmenn hafa tvívegis "kíkt í pakkann" með mikilli fyrirhöfn, þekkja hann betur en við, en 70% þeirra vilja ekki í ESB, aðeins 20% vilja inn! Og aðeins 32% íbúa ríkja Evrópusambandsins bera traust til sambandsins skv. skoðanakönnun sem gerð var á vegum þess sjálfs, en 59% treysta Evrópusambandinu ekki.
Jón Valur Jensson, 10.2.2015 kl. 12:38
Hér átti að standa:
Samfylkingin beið afhroð í kosningunum 2013, missti 56,7% kjörfylgis síns frá 2009 ...
Svo má benda á þetta: "Ný skoðanakönnun meðal aðildarfyrirtækja í Félagi atvinnurekenda sýnir að aðeins 39% svarenda telja að taka ætti upp evru hér á landi en 40% eru því andvíg. Hlutfallið var 58 % með og 28% á móti fyrir ári síðan." (Jón Bjarnason, fv. ráðherra, ritaði, ––> (smellið):
Atvinnurekendur hafa minnkandi trú á Evru og andvígir aðild að ESB
Jón Valur Jensson, 10.2.2015 kl. 12:45
Vorum við ekki að lesa nýlega og haft eftir Össuri,að best væri að segja "ruglunni" (les.esb) upp? Alla vega fylgdi fréttinni linkur sem vísaði til þess.--Einhver misskilningur??
Helga Kristjánsdóttir, 10.2.2015 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.