Laugardagur, 7. febrúar 2015
Vg ekki hugsjónaflokkur, heldur huglaus flokkur
Vg seldi Samfylkingunni frumburđarrétt sinn 16. júlí 2009 ţegar ţingmenn flokksins, ţar á međal núverandi formađur, samţykktu ESB-umsókn Össurar Skarphéđinssonar ţvert á stefnu flokksins og nýgefin kosningaloforđ.
Vg er flokkur hugleysingja sem ekki ţora ađ horfast í augu viđ 16. júlí-svikin og reyna ađ sópa ţeim undir teppiđ.
Evrópa brennur og Ísland er međ umsókn um ađild ađ ţeirri brennu vegna stuđnings Vg viđ ESB-umsóknina. Og hvađ gerir Vg? Jú, flokkurinn er ekki međ Evrópumál á dagskrá sinni.
Engin eftirspurn er eftir huglausum flokkum eins og Vg.
![]() |
VG stimplađir sem á móti |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Vel mćlt, Páll. Ţeir eru ófáir VG-kjósendurnir áriđ 2009, sem Steingrímur J., Árni Ţór, Björn Valur, Katrín Jakobs & Co. sviku einmitt ţennan stórsvikadag 16.7. 2009, ţví ađ margir tóku mark á orđum forystumanna VG fyrir kosningarnar ţá um vori, ađ VG vćri harđasti flokkurinn gegn inngöngu í Evrópusambandiđ.
Og enn gutlar Steingrímur á ţingi, backseat-driver Katrínar, og fallistinn, krónprinzinn Björn Valur, sem náđi ekki nema 5. sćti flokksins í Reykjavík og ţar međ engu ţingsćti, ţessi vara-vara-varamađur er samt ítrekađ látinn leysa af ţingmann flokksins úr kjördćminu, öđrum fremur sem ofar eru á varamannalistanum! Ţví mun Steingrímur ugglaust ráđa, en viljalaus eđa samábyrg Katrín kinkar kolli (sú hin sama sem fekk gratís langan rćđutíma fremst í hádegis"fréttum" Bylgjunnar í dag, sjá HÉR).
En 10-milljóna-ESB-styrkţeginn Árni Ţór Sigurđsson var gerđur ađ sendiherra! – ţó ekki í Moskvu, ţar sem hann stundađi sitt nám á 9. áratugnum sem pílagrímur alrćđisstjórnarinnar sovézku.
Jón Valur Jensson, 7.2.2015 kl. 13:15
Vinstri "Grćnir" vilja bara eitthvađ ANNAĐ.
Hörđur Einarsson, 7.2.2015 kl. 16:53
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.