Laugardagur, 31. janúar 2015
Ólafur Ragnar lóðsaði okkur í gegnum brimskaflinn
Ólafur Ragnar Grímsson var kjölfestan í stjórnskipun okkar þegar hrunið reið yfir. Hann lóðsaði til valda vinstristjórn sem var eini raunhæfi kosturinn eftir fall hrunstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.
Þegar vinstristjórnin fór fram úr sér i heimsku og hroka og ætlaði þjóðinni að bera Icesave-skuldir einkabanka greip Ólafur Ragnar í taumana og vísaði málinu til visku þjóðarinnar, sem brást ekki frekar en fyrri daginn.
Ólafur Ragnar talaði máli þjóðarinnar í Icesave-deilunni við alþjóðasamfélagi þannig að eftir var tekið um víða veröld. Hann var þar brimbrjóturinn sem breskar og hollenskar reiðiöldur brotnuðu á.
Ólafur Ragnar er búinn að vinna sér inn lífstíðarábúð á Bessastöðum.
Skorar á Ólaf Ragnar að bjóða sig fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Áfram Óli.
Ármann Birgisson, 31.1.2015 kl. 14:36
VK VILJUM ÓLAF áfram sem fordets á Bessasröðum !
Kveðja,
KPG
Kristján P. Gudmundsson, 1.2.2015 kl. 04:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.