Þriðjudagur, 27. janúar 2015
Óheppilegt, Elín, óheppilegt
Hanna Birna Kristjánsdóttir lenti í fordæmalausri aðstöðu þegar skipulögð fjölmiðlaaðför að henni leiddi til rannsóknar lögreglu á ráðuneyti lögreglumála.
Eftir ítarlega rannsókn var Gísli Freyr Valdórsson aðstoðarmaður ráðherra dæmdur fyrir að afhenda fjölmiðlum trúnaðarupplýsingar sem hann bjó yfir. Niðurstaða héraðsdómara er skýr:
Hins vegar er ekki fallist á að sýnt hafi verið fram á að ákærði hafi komið minnisblaðinu á framfæri í því skyni að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings, hvorki fjárhagslegs né annars.
Af þessu leiðir er brotið bundið við Gísla Frey einan og beinlínis tekið fram að engum ávinningi hafi verið til að dreifa, hvorki fjárhagslegum né pólitískum. Ráðuneytið í heild og Hanna Birna sérstaklega fær sýknu í dómsorðum héraðsdóms.
Á meðan rannsókn stóð á lekamálinu reyndi Hanna Birna eðlilega að gæta hagsmuna ráðuneytisins án þess að hindra rannsóknina.
Hanna Birna axlaði pólitíska ábyrgð með því að segja af sér ráðherradómi.
Huglæg upplifun embættismanna sem stóðu að rannsókninni og enn huglægari upplifun umboðsmanns alþingis á hlutverki sínu eru ekki tilefni til annars en pólitískra hártogana.
Það er ekki heppilegt að ungir þingmenn notfæri sér kvika pólitíska stöðu til að herja á samherja. Það er beinlínis óheppilegt.
Vill að Hanna Birna segi af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hárrétt hjá þér kæri Páll.
Þarna er Elín Hirst í vegfeerð að reyna að slá sig til riddara á kostnað Hönnu Birnu þar sem Elín virðist halda að almenningur deili þessari skoðun með henni.
Þetta er heimskulegt neðanbektishögg hjá Elínu Hirst og er henni sjálfri til minnkunar frekar en nokkuð annað.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.1.2015 kl. 14:54
Orðið "óheppilegt" er útjaskað orð og er lélegt pólitískt yfirbreiðsluorð yfir heimskupör sem vandaður bloggritari eins og þú Páll ættir helst að sneiða hjá. - Kallaðu hlutina bara sínum íslenku nöfnum og dragðu ekkert undan. Það er mín skoðun. - Pólitíkusar eru búnir að koma sér upp frösum sem eiga að gera þeim kleift að sleppa undan greindarskertum heimskupörun sínum æ ofan í æ og/eða til að slá ryki í augun á almenningi, almenningi sem þeir halda að séu heimskingjar upp til hópa.
Hanna Birna sýndi af sér mikla heimsku í öllu þessu máli og ber að víkja frá ábyrgðarstörfum sem hún var kosin til og treyst fyrir. - Hún hefur sýnt það í orði og æði að hún veldur ekki ábyrgðarstörfum (Reykjavíkurborg, Alþingi....) en heldur að hún komist allt á brúnaþyngd, upphrópunum, hroka og stjórnmálalegri spillingu. - Núna er endanlega komið að því að Sjálfstæðisflokkurinn finni handa henni vel borgað starf þar sem hún er ein, þarf ekki að eiga í mannlegum samskiptum og ræður sér sjálf....þ.e.a.s. þar til hún verður svo rekin þaðan. - Elín Hirst er raunsæ og henni til hróss að segja sinn hug með hag flokks síns að leiðarljósi.- Almenningur deilir algerlega þessari skoðun með Elínu Hirst.
Már Elíson, 27.1.2015 kl. 15:24
Már.
Hefur þú verið í ábyrgðarstöðu/um þar sem þú hefur valdið viðskiptamönnum þínum, birgjum eða samverkamönnum þínum fjárhagslegu tjóni ? ??
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.1.2015 kl. 17:31
Já er hún á þingi?
Helga Kristjánsdóttir, 27.1.2015 kl. 17:34
Helga...Já, hún er á þingi..Mjög heppinlegu veikindaleyfi, en hefur ekki áhrif á meðan. Skaðinn er skeður.
Már Elíson, 27.1.2015 kl. 17:43
Er Elín Hirst veik?
Helga Kristjánsdóttir, 27.1.2015 kl. 17:49
Már Elísson.
Hverjir sköðuðust af Elínu og hverjir af þínum völdum ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.1.2015 kl. 18:34
Ég vildi aðeins árétta að það hefur lítið farið fyrir Elínu Hirst,út í samfélaginu,en svo þetta búmm á Hönnu Birnu,sem ekkert hefur til saka unnið.
Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2015 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.