Grikkir verða gjaldþrota, evran tekin af þeim

Þjóðverjar eru sigri hrósandi eftir atburði dagsins. Þrátt fyrir stórsigur róttæklinga í Grikklandi, sem ætla ekki að borgar skuldir Grikklands, lætur markaðurinn sér fátt um finnast.

Evru-svæðið afskrifar Grikkland, segir Die Welt, og vísar til þess að eini hlutabréfamarkaðurinn á öllu evru-svæðinu sem fór í mínus í dag er sá gríski. Skuldaálag á Ítalíu og Spán hélst stöðugt sem gefur til kynna að uppnám í Grikklandi smitist ekki yfir á önnur skuldseig Suður-Evrópuríki.

Sögulega er mest hætta á þjóðargjaldþroti þegar skuldir ríkis eru að mestu við útlönd og ríkissjóður skilar afgangi áður en greitt er af lánum. Grikkir eru í þeirri stöðu núna.

Fari Grikkir gjaldþrotaleiðina verður evran tekin af þeim og grísk drakma endurvakin. En það var til skamms tíma elsta myntin í henni veröld.


mbl.is Endalok evrunnar í Grikklandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband