Hanna Birna og Björgvin; heiftin og fyrirgefningin

Samanburður á umfjöllun fjölmiðla og álitsgjafa á máli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur annars vegar og hins vegar máli Björgvins G. Sigurðssonar leiðir í ljós að heift mætir Hönnu Birnu en fyrirgefning Björgvini.

Menn sem gefa tóninn í umfjöllun RÚV og vinstrifjölmiðla, t.d. Illugi Jökulsson og Egill Helgason, leggja sig í framkróka að gera hlut Hönnu Birnu sem verstan. Illugi segir Hönnu Birnu hrollvekjandi og teiknar hana upp sem skaðræðismanneskju. Egill heimtar að Hanna Birna segi af sér varaformennsku.

Þegar Egill fjallaði um mál Björgvins var hann fullur fyrirgefningar, sagði að Björgvin hefði ekki fengið neitt að gera eftir hrun og því sé nánast eðlilegt að hann láti greipar sópa þegar hann loksins, loksins fær tækifæri til. Samkvæmt Agli varð Björgvin ekki uppvís að neinu misjöfnu heldur ,,lenti hann í átökum", samanber

Björgvin lendir í harðvítugum átökum við oddvita Ásahrepps, Egil Sigurðsson, sem er líka þekktur fyrir að vera stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar – fyrirtækis sem elur á úlfúð, eins og segir í kvæði Megasar.

Björgvin er sem sagt leiksoppur kringumstæðna, lendir í átökum við vonda menn, en Hanna Birna þykir ekki eiga sér neinar málsbætur.

Fjölmiðlar eins og RÚV og DV voru búnir að fjárfesta orðsporið máli Hönnu Birnu. Menn eins og Illugi og Egill þjóna því hlutverki að réttlæta fréttahönnun RÚV og DV með því að útdeila sekt og sýknu. 

 


mbl.is „Ég treysti henni fullkomlega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hér er gagnrýnt, með réttu eða röngu,  að "vinstrimönnum" þyki eitt í lagi en annað ekki.

En er þessi "hægri pistill" ekki nákvæm spegilmynd af umvöndunarefninu?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.1.2015 kl. 11:02

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Frábært og Steingrímur en á þingi.

Hrólfur Þ Hraundal, 24.1.2015 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband