Fimmtudagur, 22. janúar 2015
ESB er í stríði, Ísland er í friði
Evrópusambandið er í óopinberu stríði við Rússa um framtíð Úkraínu. ESB-ríki sem næst liggja Rússlandi, til dæmis Litháen, undirbúa borgara sína undir vopnuð átök við Rússa.
Samtímis stríði við Rússa er innanlandsófriður í Evrópusambandinu þar sem tekist er á um evrópsk gildi andspænis trú og menningu múslíma.
Evrópusambandið glímir einnig við stórhættulega stöðu í efnahagsmálum með nær engum hagvexti og býr við gjaldmiðil sem er sagður misheppnaður af fyrrum seðlabankastjóra Þýskalands.
Ísland á hinn bóginn er í friði við nágranna sína, nýtur hagvaxtar og stöðugleika í efnahags- og atvinnumálum.
Samt vilja sumir að Ísland standi í biðröð eftir því að komast í Evrópusambandið.
Hvað gengur mönnum til?
Segir þúsundir rússneskra hermanna í Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.