Fimmtudagur, 22. janúar 2015
Launasátt í landinu
Forsenda fyrir breiðri sátt í launamálum þjóðarinnar er upplýsingar. Varla ætti að vera tiltökumál að setja saman og gefa reglulega út laun starfsstétta og einstakra hópa.
Hagstofan gefur reglulega út vísitölur sem mæla hækkun á byggingakostnaði og neysluvörum. Sambærilega vísitölu ætti að vera hægt að reikna fyrir laun fyrir allar helstu starfsgreinar og launahópa, s.s. forstjóra og millistjórnendur.
Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands eru með það í hendi sér að leggja grunn að sátt um laun í landinu.
Vill víðtæka sátt um ramma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.