Þriðjudagur, 27. mars 2007
Viðskiptavild fyrir 421 milljarð króna skráð í Kauphöllina
Félög í Kauphöllinni voru með bókfærða viðskiptavild upp á 421 milljarð króna í árslok 2005. Viðskiptavild er óefnisleg eign, sem getur verið bókfærð eftir varlegri áætlun, bjartsýnni ágiskun eða einbeittum ásetningi að auka verðmæti fyrirtækis. Erlendir hagfræðingar hafa varað íslensk fyrirtæki við að skrúfa upp viðskiptavildina í bókum sínum.
Uppkaup á fyrirtækjum, sem eru stunduð glannalega oft hér á landi, auka á yfirverð fyrirtækja, mest í formi óefnislegra eigna, þ.e. viðskiptavildar. Kerfi sem býr til verðmæti með bókhaldsfærslum hefur tilheigingu til að verða stjórnlaust. Íslendingar eru ekki agaðir þegar kemur að fjármálum og meira spurning um hvenær en ekki hvort einhver fer útaf sporinu með rekstur sem stendur ekki undir himinhárri viðskiptavild. Útafaksturinn gæti leitt til keðjuverkunar.
Þeir sem vilja fræðast um verðbólguna í bókfærðri viðskiptavild íslenskra fyrirtækja ættu að mæta á fyrirlestur Einars Guðbjartssonar dósents í málstofu viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands í hádeginu í dag, stofu 101 í Odda.
Uppkaup á fyrirtækjum, sem eru stunduð glannalega oft hér á landi, auka á yfirverð fyrirtækja, mest í formi óefnislegra eigna, þ.e. viðskiptavildar. Kerfi sem býr til verðmæti með bókhaldsfærslum hefur tilheigingu til að verða stjórnlaust. Íslendingar eru ekki agaðir þegar kemur að fjármálum og meira spurning um hvenær en ekki hvort einhver fer útaf sporinu með rekstur sem stendur ekki undir himinhárri viðskiptavild. Útafaksturinn gæti leitt til keðjuverkunar.
Þeir sem vilja fræðast um verðbólguna í bókfærðri viðskiptavild íslenskra fyrirtækja ættu að mæta á fyrirlestur Einars Guðbjartssonar dósents í málstofu viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands í hádeginu í dag, stofu 101 í Odda.
Athugasemdir
Þetta eru tímabær varnaðarorð!!
Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 00:15
Sælir,
ég hef áður minnst á það hér að tímabært sé að fjölmiðlar fjalli mun betur um ekki bara þessa hlið viðskiptaumhverfisins, heldur fleiri. Mest um vert er að þúsundir Íslendinga hafa fjárfest í fyrirtækjum á markaði og upplýsingar af þessu tagi mættu vera í snertifjarlægð en ekki hulin í myrkviðum bókhaldsgagna eða skilningsleysi almennings.
Ólafur Als, 27.3.2007 kl. 09:38
Tek undir með ykkur, það er örugglega meiri froða þarna en margur gerir sér grein fyrir, enda ekki nema fyrir sérfræðinga að lesa úr því oft.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.3.2007 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.