Laugardagur, 10. janúar 2015
Trú, vald og tilgangur lífsins
,,Sameinuđ án ofbeldis gegn trúarstríđi á ţýskri grundu," segir borđi PEGIDA-hreyfingarinnar í Ţýskalandi sem mótmćlir múslimavćđingu vesturlanda. Trúarstríđ er Ţjóđverjum viđkvćmt.
Langvinnasta stríđ árnýaldar var ţrjátíu ára stríđiđ 1618 til 1648 sem ađ mestu var háđ á ţýskri grundu og skildi landiđ eftir í rjúkandi rúst. Ţegar friđur var loks saminn í Vestfalíu urđu málsađilar, sem voru flest ríki á meginlandi Evrópu, ađ rifja upp hvers vegna stríđiđ hófst, eins og C.V. Wedgwood rekur í sígildri bók.
Á yfirborđinu var 30 ára stríđiđ á milli kaţólikka og mótmćlenda, sem sagt trúarbragđastríđ. En trúin var mest yfirskin fyrir valdabaráttu konunga og fursta í einn stađ og bćnda og borgara í annan stađ.
Trú er einnig yfirskin fyrir ţá baráttu sem stendur yfir í Evrópu nú á dögum milli ólíkra menningarhópa, ţeirra evrópsku veraldlegu og hinn múslímsku trúuđu.
Ţeir evrópsku veraldlegu eru til muna fjölmennari en ţeir eru líka fjölskrúđugari hópur en hinir múslímsku trúuđu, sem eru fćrri og fátćkari en einsleitnari.
Einsleitni múslíma kemur fram í hve miklum mćli ţeir líta á trú sína sem leiđsögn í daglegu lífi. Pew Resaarch dregur fram á yfirvegađan hátt hve trúin er miđlćg í múslímskum samfélögum.
Vestrćn samfélög eru veraldleg og ađskilja trú, sem er einkamál hvers og eins, og stjórnsýslu sem er opinber og trúlaus.
Ţjóđríki, ţar sem múslímar eru í meirihluta, skrifa ekki upp á mannréttindasáttmála Sameinuđu ţjóđanna heldur hafa međ sér sérstaka mannréttindaskrá, Kairó-yfirlýsinguna, sem byggir á trúarriti múslíma, Kóraninum.
Kairó-yfirlýsingin viđurkennir ekki jafnrétti kynjanna, konan er sett skör lćgra en karlinn.
Ţótt allur meginţorri múslíma sé friđsamur og lćtur sér vel líka veraldlegt forrćđi opinberra mála á vesturlöndum ţá stingur sú skipan mála í stúf viđ grunnstef múslímskrar trúar, um miđlćgni trúarinnar í daglegu lífi.
Evrópumönnum er nú orđiđ framandi ađ trúin geymir ekki ađeins leiđsögn um hversdaglega háttsemi heldur skilgreinir hún tilgang lífsins. Ţar er stađfest hyldýpi milli vestrćnna gilda og múslímskra.
Múslímsk samfélög á vesturlöndum hljóta alltaf ađ vera uppspretta manna sem beita fyrir sig trúarsannfćringu til ađ leiđrétta hlut sinn í samfélaginu međ ofbeldi og jafnvel finna sér lífstilgang í leiđinni. Öfgamennirnir eru fáir en söfnuđurinn á bakviđ ţá er fjölmennur.
Al-Qaeda hótar fleiri árásum | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.